Home   >   Leikir Spilavíti   >   Keno

Grunnreglur Kenó á netinu

Spilavíti á netinu bjóða spilurum upp á frelsi til að spila nánast hvaða fjárhættuspil sem er, og sem eru vinsæl meðal almennings. Hvort sem um ræðir spilavélar, Blackjack, Craps, Rúlettu, Bíngó, Bakkarat eða hvað sem er, geta allir spilarar fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem vilja skemmta sér í lottó getur Kenó á netinu verið bæði skemmtilegt og gefandi og er alltaf frábær kostur.

Kenó er evrópskur leikur sem á rætur sínar að rekja hundruðir ára aftur í tímann og líkist flestum lottóleikjum þar sem þú þarft aðeins að velja númer af töflu. Ef númerin sem eru valin af handahófi passa við þær tölur sem þú valdir, vinnurðu. Einfaldleikinn og það að geta unnið allt að 10 000 spilapeninga gera leikinn að einum vinsælasta lottóleiknum á netinu.

Leikur sem þarfnast heppni

Kenó á netinu líkist spilavélum hvað það varðar að niðurstöðurnar eru valdar af handahófi og það er ekki hægt að sjá útkomuna fyrir eða hafa áhrif á hana. Allar tölurnar eru valdar af handahófsveljurum sem gangast undir sjálfstætt eftirlit, og sem gera það að verkum að niðurstöðurnar eru heiðarlegar og nákvæmar. Á sama hátt og öll fjárhættuspil, geturðu breytt ákveðnum uppsetningarþáttum til að auka líkurnar á því að þú vinnir, en við skýrum það betur út síðar.

Einföld uppsetning

Uppsetning þessa fjárhættuspils er mjög einföld og auðskiljanleg. Skjárinn birtir töflu með tölum frá 1 upp í 80. Til að byrja þarftu að færa inn veðmálsstigið. Neðst á skjánum eru örvar sem benda upp og niður og sem geta aukið eða minnkað veðmálsstigið eftir því sem þú kýst. Ef þú velur hærra stig munu allir vinningar margfaldast með upphæðinni sem birtist, en þá notarðu einnig fleiri spilapeninga í hverri lotu.

Að velja tölurnar

Þegar þú ert búin(n) að stilla veðmálsstigið er næsta skrefið í þessu fjárhættuspili á netinu að velja tölurnar. Þú getur valið tvær til tíu tölur upp í 80. Þar sem vinningstölurnar eru valdar af handahófi skiptir engu hvaða tölur þú velur. Þegar þú ert búin(n) að velja tölurnar geturðu ákveðið hversu margar lotur þú vilt spila. Þú getur valið að spila eina til fimm lotur í hvert sinn. Eftir hverja lotu geturðu breytt tölunum.

Útgreiðslur Kenó á netinu

Eftir að hafa valið hversu margar lotur þú vilt spila mun hugbúnaðurinn velja 20 tölur af handahófi af þeim 80 sem eru á töflunni. Ef ein talanna sem þú valdir samsvarar vinningstölunum verður hún auðkennd á töflunni. Eftir þeim fjölda tala sem passa færðu greitt út þá upphæð sem birtist á útgreiðslutöflunni.

Leikkænska Kenó á netinu

Þar sem þetta fjárhættuspil byggir á heppni geturðu ekki notað margar aðferðir til að auka vinningslíkurnar. Það eina sem getur haft áhrif á þær er sá fjöldi tala sem þú velur. Flestir halda að besta leiðin til að vinna stórvinning í Kenó á netinu er að velja allar tölurnar tíu. Þó svo að þetta auki líkurnar á að tölurnar samsvari fleiri tölum, þá minnkar útgreiðslan svo um munar. Til dæmis, ef þú velur tíu tölur og fimm þeirra eru réttar vinnurðu aðeins fimm spilapeninga. Ef velur aðeins tvær tölur og báðar þeirra samsvara þeim tölum sem koma upp, vinnurðu níu spilapeninga.

Lykilatriðið er að finna réttu tölurnar þar sem úgreiðsla er betri samanborið við líkurnar. Að velja færri tölur dregur úr tíðni vinninganna en þú færð svo sannarlega hærri útgreiðslu þegar þú vinnur!

Copyright © 2019 www.online-casinos.is