Home   >   Peningaþjónusta   >   Skrill

Notkun Skrill í netspilavíti

Þegar um ræðir peningaþjónustu netspilavíta, ætti Skrill að verða fyrir valinu ef þú vilt hraðar innborganir og öruggar úttektir. Skrill varð til árið 2001 og var áður þekkt sem Moneybookers, en er nú orðið eitt af stærstu netgreiðslukerfum heims. Fyrirtækið vinnur með milljónir Evra á hverjum degi og viðskiptavinir þess nota þjónustuna til að gera millifærslur, versla á netinu og gera innborganir í spilavíti. Fyrir spilaáhugafólk á Íslandi þá er þjónustan fremst í flokki vefveskja og uppfyllir allar þarfir þínar hvað varðar peningaspil á netinu.

Að byrja að nota Skrill

Ef þú vilt byrja að nota vefveskið þarftu eingöngu að nýskrá þig á vefsvæði Skrill á Íslandi og stofna ókeypis reikning. Nýskráningin tekur aðeins nokkrar mínútur og þú þarft að færa inn nokkrar persónuupplýsingar, svo sem nafnið þitt, netfangið og búsetuland. Þú færð svo sent tölvuskeyti til að sannvotta reikninginn og virkja þjónustuna.

Þegar reikningurinn er virkur þarftu að gera innborgun á vefveskið. Það hefurðu nokkra valkosti. Ef þú ætlar þér að nota þjónustuna oft er best að tengja bankareikninginn við hana og millifæra peninga þegar þú þarft. Þú getur einnig greitt inn á reikninginn með debetkorti, kreditkorti eða annarri vefveskjaþjónustu.

Greiðslur netspilavíta

Þegar þú átt peninga í vefveskinu geturðu greitt fyrir vörur og þjónustu á netinu, sent peninga til vina og fjölskyldu og gert fyrstu innborgunina á netspilavítið. Greiðsluferlið er fljótlegt og einfalt. Farðu í gjaldkeraflipann og smelltu á innborgunarflipann. Hér geturðu valið að greiða með Skrill. Þegar þú ert búin(n) að velja þarftu að færa inn nafnið þitt og reikningsnúmer vefveskisins, en einnig þá upphæð sem þú vilt borga inn. Þegar þessu lýkur verða peningarnir millifærðir samstundis.

Ágóði Skrill

Skrill greiðsluþjónustu er einnig hægt að nota til að draga út peninga í netspilavíti. Ólíkt úttektum í bönkum eða með kreditkortum eru greiðslur með vefveskjum eru gerðar samstundis og peningarnir birtast í vefveskinu innan einnar klukkustundar. Þú þarft einfaldlega að fara í gjaldkeraflipann, smella á úttektarflipann, velja úttektaraðferð og færa inn upplýsingarnar. Þú færð peningana strax.

Margir spilarar hafa spurt hvers vegna þeir ættu að nota vefveski frekar en netbanka eða kreditkort. Vefveski veita byrjendum öruggari greiðslur sem eru gerðar í gegnum þjónustu þriðja aðila. Þetta þýðir að þú ert ekki að gefa bankaupplýsingar upp á vefsvæðinu og ert ekki að setja þig út fyrir svikum. Greiðslur og úttektir eru gerðar hraðar en í öllum bönkum og þú getur notað sama reikninginn á mörgum vefsvæðum. Kerfið er einnig vottað í vinsælustu spilavítunum á Íslandi og í Evrópu.

Fyrirframgreitt MasterCard-kort til auka

Ef þú vilt að vefveskið veiti þér meiri kaupmátt geturðu sótt um fyrirframgreitt MasterCard-kort frá Skrill. Þar sem kortið er fyrirframgreitt þarftu ekki að fá heimild eða greiðslusamþykki. Kortið er tengt við vefveskið og hægt er að nota það á netinu eða í verslunum sem bera MasterCard-myndmerkið. Það getur komið sér vel að hafa fyrirframgreitt kort þegar þú vilt greiða netverslunum sem samþykkja aðeins kort. Þau geta einnig reynst vel til að taka vinningana út. Þegar þú ert búinn að fá vinningana greidda geturðu farið í hvaða hraðbanka sem er og tekið hann út af kortinu.

Ef þú ert á höttunum eftir öruggri og fljótlegri úttektaraðferð þá er Skrill á Íslandi akkúrat fyrir þig.

Copyright © 2019 www.online-casinos.is