Home   >   Spilavíti í Beinni   >   Blackjack

Blackjack í beinni

Blackjack í beinni er meðal vinsælustu leikjanna með spilagjöf í beinni sem þú getur spilað í spilavíti í beinni. Í stað þess að nota hugbúnað sem velur tölur af handahófi og hreyfimyndir í háskerpu til að líkja eftir leiknum, geturðu horft á faggjafara gefa spilin.

Leikurinn er spilaður og honum er straumspilað hvar sem þú ert. Að spila Blackjack á netinu er nánast eins og að spila ósvikna leikinn í hefðbundnum spilavítum! Það skiptir engu máli hvar þú ert þegar þú spilar í tölvunni, spjaldtölvunni eða snjallsímanum, þér á eftir að líða eins og þú sitjir í MGM Grand eða öðrum spilavítum Las Vegas.

Kröfur Blackjack í beinni

Eins og með öll fjárhættuspil í netspilavítum verðurðu að vera orðin(n) 18 ára. Þú þarft einnig að vera skráður á viðkomandi vefsvæði. Flestir leikir Blackjack í beinni eru spilaðir með peningum og þú þarft að hafa inneign á reikningi spilavítisins. Hvað varðar áþreifanlegar kröfur þarftu að hafa stýrikerfi sem er samhæft notkun hugbúnaðarins og háhraðanettengingu til að tryggja hnökralausa straumspilun.

Slembitöluveljari eða leikir í beinni?

Er betra að spila Blackjack á netinu með raunverulegum gjafara í beinni með straumspilun eða á hefðbundnu vefsvæði með slembitöluveljara? Svarið er að hvorugur kostanna er betri eða verri en hinn, þeir eru einfaldlega ekki eins. Leikirnir lúta sömu reglunum og bjóða upp á sömu útgreiðslurnar.

Þeir þurfa einnig allir að vera með heimildir og vottun sem heiðarlegir leikir frá traustum eftirlitsstofnunum á borð við Leikjayfirvöld Möltu. Ef þig langar að spila í netspilavíti sem við mælum með, geturðu treyst því að það hafi hlotið vottunina.

Leikir í beinni taka lengri tíma þar sem gjafarinn þarf að safna spilunum saman, stokka þau og gefa á milli umferða. Fleiri sérstakir eiginleikar eru einnig í boði í leikjunum en þeir bjóða upp á færri útfærslur samanborið við leiki með slembitöluveljara.

Kostir þess að spila í beinni

Augljósasti kosturinn við það að spila Blackjack í beinni er hversu raunverulegur og skemmtilegur hann er. Þú getur blandað geði við mótspilarana og spjallað um leikkænsku í Blackjack við þá og gjafarann. Gjafararnir hafa hlotið faglega þjálfun til að hafa samskipti við spilarana í gegnum vídeó og þeir munu tryggja þér frábærar stundir.

Meðal annarra fríðinda má nefna fjölbreytt veðmál sem þýðir að allir hafa efni á því að spila, en einnig ótrúlegar útgreiðslur. Þú getur einnig nýtt þér eiginleikann Bet Behind en hann er tilvalinn til að gefa þér góða innsýn í leikinn. Með Bet Behind geturðu horft á og veðjað án þess að taka þátt í raun og veru. Þú getur fylgst með heitum og köldum spilurum og horft á hvað þeir gera, og nýtt þér svo það sem þú lærðir þegar þú spilar fyrir alvöru.

Vankostir Blackjack í beinni

Nánast allar útgáfur þessa leiks byggjast á evrópskum eða sígildum reglum. Þú getur ekki nýtt þér Atlantic City, Vegas Strip eða aðrar útgáfur leiksins eins og í hefðbundnu netspilavíti. Ef þú ert í tímaþröng gæti þér einnig fundist gjafarar í beinni vera of hægir. Eiginleikinn Pre-Decision hjálpar til við að hraða leiknum þar sem spilararnir geta gert fyrst í einum leik í stað þess að bíða eftir að þeir eigi aftur leik, en munurinn er samt marktækur.

Þróun leiksins

Blackjack í beinni var fyrsti leikurinn af sinni tegund og var gefinn út á fyrsta áratugi 21. aldarinnar.  Á þeim tíma var orðið algengt að spila í netspilavíti með slembitöluveljara og straumspilun á leikjum í beinni lá í augum uppi.

Í byrjun voru leikirnir í hefðbundnum spilavítum teknir upp með myndavél frá einu sjónarhorni og svo sendir til spilaranna eða í tölvurnar. Gæði straumspilunarinnar voru ekki alltaf góð og oft fóru aðrir spilarar fyrir framan myndavélina og skyggðu á borðið. Í stuttu máli sagt var þörf á stórtækri þróun og framförum.

Árið 2006 urðu miklar breytingar þar sem Blackjack á netinu í beinni fór af stað. Fleiri myndavélar voru notaðar og borðin voru tekin upp frá mörgum sjónarhornum samtímis. Þess að auki voru leikirnir teknir upp í þar til gerðum stúdíóum eða á fráteknum svæðum í hefðbundnum spilavítum. Enginn gat farið fyrir framan myndavélarnar og skyggt á, og að hafa fleiri sjónarhorn gerir leikinn kvikari.

Tækninni fór fram og gerði spilurum kleift að hafa samskipti við gjafarana. Eiginleikunum Bet Behind og Pre-Decision var bætt við ásamt stórtækum viðbótarveðmálum. Hugbúnaðurinn er stöðugt í þróun og búist er við frekari framförum á næstunni.

Helstu vörumerki hugbúnaðar

Ef þú spilar í spilavíti sem við mælum með geturðu verið viss um að það noti hágæðahugbúnað sem er fullkomlega samhæfur notkun allra fartækja og tölva. Þau vörumerki sem þú átt oftast eftir að rekast á eru Evolution Gaming og Ezugi, en þau hafa bæði helgað sig að þróun skemmtunar í beinni, en einnig Microgaming, Playtech og NetEnt sem gefa út leiki í beinni og leiki með slembitöluvali. Vivo Gaming keyrir einnig nokkur vefsvæði og býr bæði til leiki í beinni og leiki með slembitöluvali.

Vinsælar útgáfur Blackjack í beinni

Þar sem flestir leikirnir eru byggðir upp á sígildan eða evrópskan hátt liggur munurinn á milli útgáfanna í fjölda spilara, veðmálsmörkum og sérstökum eiginleikum. Ein vinsælasta og nýstárlegasta útgáfan frá Evolution Gaming er Blackjack Party. Leikurinn felur í sér aukagjafara sem sér um að spjalla við þig og mótspilarana, setja á tónlist og lækka veðmálsmörk. Leikurinn miðar að því að spilararnir blandi geði við aðra frekar en að vinna. Leikurinn lýtur sömu reglum og þú getur þjálfað upp leikkænskuna í Blackjack.

Multiple Blackjack frá Microgaming er eina útsetningin í beinni sem gerir þér kleift að spila nokkra leiki samtímis, en það er frábært þegar þú vilt setja þér áskoranir. Soiree Blackjack frá Playtech er tilvalinn fyrir reynda spilara sem vilja veðja miklu. Veðmálsmörkin eru hærri en ella og VIP-gjafarar munu sinna öllum þörfum þínum.

Ábendingar um leikkænsku

Ein þægileg leið til að bæta spilunina er að nýta sér eiginleikann Bet Behind til fulls. Þar sem þú ert ekki virkur þátttakandi í leiknum ertu mun afslappaðri og þetta er fullkomið tækifæri til að læra.

Þú getur einnig æft þig í og notað spilatalningu, en það er ekki hægt með leikjum sem nota slembitöluval. Fyrir utan það geturðu notað sömu ábendingar til að æfa þig í leikkænsku í öllum netspilavítum. Notaðu afgerandi spil til að gera fyrsta leikinn eftir að þú sérð hvaða spil þú ert með og stjórnaðu fjármagninu þínu. En síðast en ekki síst, skemmtu þér!

Copyright © 2021 www.online-casinos.is