Home   >   Spilaviti Frettir   >   áætlaður Vöxtur Netspilavíta

Skýrslan leggur áherslu á mögulegan vöxt netspilavíta

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 09 Oct 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Búist er við vexti netspilavítaBúist er við að iðnaðargrein netspilavíta fari vaxandi næstu árin. Ef trúa mætti skýrslu sem gefin var út af alþjóðlega markaðskönnunarfélaginu Research and Markets, ætti netleikjabransinn að aukast árelga um u.þ.b. 12 prósent.

Á uppleið

Skýrsla Research and Markets leggur áherslu á tilhneigingu í fjárhættuspilum, bæði í íþróttaveðmálum og netspilavítum, en í henni er því spáð að árlegur vöxtur verði um 12%, þ.e. um 130 milljarða Bandaríkjadala. Í skýrslunni var einnig fjallað um tæki sem fjárhættuspilarar nýta sér um heim allan, bæði í Evrópu, Mið-Ameríku og Bandaríkjunum, en þar varð vart við aukningu á einföldum verkvöngum, svo sem snjallforritum, sem auðvelda spilurum aðgang að netleikjatilboðum. Þess að auki hjálpuðu aukinn netaðgangur um heim allan og lægra verð fartækja einnig til við að stækka markhóp netleikja.

Annar stór þáttur í aukningu netspilavíta og eftirspurn eftir góðum netfjárhættuspilum er veirufaraldurinn alþjóðlegi. Þær takmarkanir sem af honum leiða hafa orsakað meiri eftirspurn eftir netleikjum, en um leið hafa þróanir á stafrænum gjaldmiðlum og fjölgun á vefsvæðum sem bjóða upp á fjárhættuspil í ýmsum reglubundnum löndum átt sér stað.

 Sérfræðingar í bransanum gera einnig ráð fyrir að frígrunnslíkan verði innleitt í netleikjabransann á næstu sjö árum og muni leiða til enn frekari vaxtar. Skýrslan greinir frá fjölgun auglýsinga sem tengjast fjárhættuspilum, þróun hugbúnaðar og lögleiðingu netfjárhættuspila í mörgum löndum sem hingað til hafa sett á takmarkanir. 

Aðrar skýrslur greina frá svipaðri tilhneigingu

Önnur nýleg skýrsla um sama efnið kom út frá markaðskönnunarfyrirtækinu Hexa Research, en hún spáir því einnig að netleikjabransinn muni halda áfram að vaxa næstu sjö árin. Hexa Research áætlar að netspilavíti á alþjóðavísu geti leitt af sér allt að 647,9 milljarða bandaríkjadala áður en 2027 rennur upp. Þetta, ásamt auknum framleiðslu- og kauptækifærum vegna faraldursins spila stóran þátt í að styrkja iðnaðargreinina.

Svipuð markaðskönnun var gefin út af Global Online Gambling árið 2017, en hún gerði ráð fyrir 10,8% CAGR hækkun miðað við árið 2016, en þá var upphæðin 44,6 milljarðar bandaríkjadala. Áætlað er að þessi tekjuhækkun netspilavíta verði um 81,71 milljarðar árið 2022.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is