Home   >   Spilaviti Frettir   >   ísland Léttir Af Banni Um Fjárhættuspil Um Helgar

Ísland afturkallar bann um fjárhættuspilun á frídögum

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 21 Jun 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Ísland léttir af banni um fjárhættuspilun á frídögum Ísland er þekkt fyrir að vera meðal framsæknustu þjóða heims og nýtt frumvarp hefur nú staðfest orðstír landsins meðal fjárhættuspilara. Íslenska þingið hefur tekið stórt skref til að létta af banni um fjárhættuspilun og almenningssamkomur á hátíðlegum frídögum. Veðmangarar landsins báðu um að gamla banninu yrði aflétt fyrr í þessum mánuði.

Á Íslandi hefur fjárhættuspilun á sunnudögum og hátíðlegum frídögum lengi af verið ólögleg. Lögunum sem koma í veg fyrir að landar okkar geti tekið þátt í hvers kyns spilamennsku, þar á meðal í bíngó og lottóleikjum á slíkum dögum var komið í gegn árið 1997. Frá því að lögin komust í gildi fyrir þessum rúmu 20 árum hefur verið ólöglegt að taka þátt í almenningssamkomum á hátíðlegum frídögum.

Í gegnum árin hefur mótþrói frá fjölda áberandi hópa og fyrirtækja vaxið í garð laganna. Í febrúar í ár lagði Sjálfstæðisflokkurinn (og Sigríður Á. Andersen fyrrum dómsmálaráðherra) til frumvarp um að banninu skyldi létt af.

Frumvarp um fjárhættuspil kemst í gegn með 44 atkvæðum

Auk þess að afturkalla bannið um fjárhættuspilun á hátíðlegum frídögum ógildaði frumvarpið einnig ákvæði í ofangreindum lögum sem greindi frá því að hótel, apótek, bensínstöðvar, skattfrjálsar verslanir á flugvöllum, bifreiðaverkstæði, blómaverslanir, vídeóleigur, blaðasölur, matvöruverslanir sem hefðu innan við 600 fermetra smásölusvæði og allir aðrir staðir sem fá a.m.k. tvo þriðju af heildarsölu sinni frá drykkjum, matvælum og tóbaki, gætu ekki veitt spilaþjónustu á sunnudögum.

Frumvarp Sigríðar Á. Andersen var samþykkt með 44 atkvæðum fyrir rétt rúmlega viku síðan og hefur síðan þá hlotið stuðning frá báðum vængjunum. Það er þó athyglisvert að nánast allir þingmenn Miðflokksins kusu á móti frumvarpinu.

Frelsi fyrir alla Íslendinga

Í færslu sinni á samfélagsmiðli sagði Sigríður að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa áhrif á eða minnka mikilvægi hátíðlegra frídaga í landinu. Hún bætti því við að slíkir dagar væru hluti af kristnum arfi landsins og að þá skuli ávallt halda upp á hátíðlega.

Hún greindi einnig frá því að allir íslenskir ríkisborgarar eigi að geta haldið upp á þessa daga eins og þeim lystir, hvort sem það sé með því að spila fjárhættuspil eða fara á almenningssamkomur. Áhugafólk um spilun og trúartalsmenn geta nú haldið upp á þessa daga á sinn eigin máta, þökk sé endurupptöku þingsins á þessum úreltu lögum.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is