Home   >   Spilaviti Frettir   >   2 Nýjar Play N Go Spilavélar Gefnar út

Play ‘n GO kynnir tvær nýjar og spennandi spilavélar

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 26 Apr 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Play ‘n GO kynnir tvær splunkunýjar netspilavélar Hugbúnaðarfyrirtækið Play ‘n GO sem vinnur með netspilavítum er stolt af því að kynna tvær glænýjar netspilavélar í þessum mánuði. Forritunarfyrirtækið kynnti tvær nýjar spilavélar með bættri grafík og gaf upp við hverju spilarar mega búast þegar þeir spila í þeim.

Vélarnar kallast Phoenix Reborn og Mahjong 8 og eru ólíkar hvorri annarri hvað varðar sögur, grafík, tækni og framgang leiksins. Phoenix Reborn sækir innblástur sinn í völdugan þjóðflokk Asteka og goðfræði hans, en Mahjong 8 á rætur sínar að rekja til eins elsta fjárhættuspils Asíu, sem ber nafnið Mahjong.

Eldheitir vinningar í Phoenix Reborn

Phoenix Reborn er 5 kefla spil með eftirtektarverðri grafík og list til lofs fræga þjóðflokksins Asteka, en í því er að finna himinhá hof, hugrakka borgara og frakka stríðsmenn. Hönnun spilavélarinnar er innblásin af Fönix, fræga töfrafuglinum sem getur risið upp úr öskunni eftir dauðann.

Leikurinn felur einnig í sér fjölbreytta grafík sem tengist heimkynnum Asteka, frumskógum Mið-Ameríku. Spilarar geta því búist við því að sjá fjölda raunverulegra dýra, plantna, vopna, seiðmanna, gríma og þjóðflokka á keflum Phoenix Reborn, ásamt ýmsum bónustáknum sem veita spennandi vinningslíkur.

Aðalbónuslota þessarar netspilavélar er nýstárlegi villieiginleikinn sem fer í gang þegar goðsagnafuglinn Fönix birtist. Þetta villitákn getur breiðst yfir og hulið öll keflin af handahófi og hreyfimyndirnar sem fylgja því eru svo sannarlega þess virði!

Finndu samsvarandi skífur í Mahjong 8

Hin spilavélin, Mahjong 8, er ótrúlegur virðingavottur til heiðurs upprunalega leiksins í Asíu. Þessi gamaldags spilavél státar af óhefðbundinni 8 kefla og 8 raða útsetningu, en einnig fallegum bakgrunni með gróskumikilli tjörn sem leikurinn gerist í. Spilararnir geta myndað vinningssamsetningar með því að fá fjögur samsvarandi tákn eða fleiri hlið við hlið á keflunum, og þegar þetta gerist hverfa happatáknin og ný tákn birtast.

Litli froskurinn sem situr við tjörnina hefur einnig nokkra sérstaka eiginleika, en hann getur meðal annars breytt ákveðnum táknum í virðismeiri tákn. Villt tákn geta einnig komið upp hvenær sem er og sett af stað bónuslotu og allt að fimmfalda vinninga þegar árstíðinni lýkur. Báðar spilavélarnar eru tiltækar til spilunar með alvöru peningum í öllum Play ‘n GO-spilavítum.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is