Home   >   Spilaviti Frettir   >   2 Nyjar Radningar Hja Authentic Gaming

Authentic tilkynnir um ráðningu tveggja lykilstjórnenda

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 12 Jul 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nýjar ráðningar hjá Authentic GamingAuthentic Gaming hefur tilkynnt um ráðningu tveggja lykilstarfsmanna og fyrirtækið, sem sérhæfir sig  í Rúllettu í beinni, segir það vera í anda þess að ganga lengra í að færa kröfur um þjónustu og skipulag á hærra plan. Þetta virðist vissulega hafa verið markmiðið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hverjir þessir nýjustu starfsmenn fyrirtækisins eru. Melvin Hulleman, fyrrum framkvæmdastjóri Betsson, tekur við nýrri stöðu viðskiptastjóra og starfsmaður Authentic, Magdalena Podhorska-Okolow, hefur tekið við stöðu markaðsstjóra.

Hulleman og Okolow eru bæði álitin vera ákaflega færir einstaklingar, sérstaklega á sviði stjórnunar og fjármála. Ljóst er að Authentic Gaming hefur lagt mikla vinnu í þessar ráðningar og fer ekki á milli mála að þessar tilfæringar eru hluti af mun umfangsmeiri stefnumótun en sýnist í fyrstu.

Framkvæmdastjórinn ánægður með valið

Jonas Delin framkvæmdastjóri er spenntur vegna þessara nýju ráðninga. Hann vísar til þess að þær eru í fullkomnu samræmi við framtíðarsýn fyrirtækisins. Stefnumótunin er algerlega yfirveguð og líkleg til að skapa góðan árangur, segir Delin í nýlegu viðtali. Allt snýst þetta um meiriháttar uppfærslu á þjónustu og vörum, útlistaði Delin nánar.

Margsannað er að fyrirtæki sem er á stöðugri hreyfingu þegar kemur að því að endurmeta stefnumótun sína, þar á meðal mannauðsmál, er líklegra til að vera samkeppnishæft og eiga í viðskiptum en það fyrirtæki sem lætur vinda og veður feykja sér stefnulaust um.

Þau eru „All In“ og til í tuskið

Hulleman er jafn spenntur fyrir að taka við nýju hlutverki og að takast á við starfið af fullum þunga, og Delin, sem hlakkar til að bjóða hann velkominn til starfa hjá fyrirtækinu. Ekkert kemur í veg fyrir góðan árangur, segir fyrrum Betsson-maðurinn. Hann talaði spenntur um framtíðaráætlanir sínar og skuldbindingar sem tengjast því að byggja upp starfsemi á staðnum og auka framleiðni almennt. Það er auðvelt að sjá hvers vegna hann náði þeim árangri hjá Betsson sem raun ber vitni, sérstaklega þegar kemur að smitandi ákafa hans.

Okolow hlakkar einnig til komandi áskorana í sínu nýja starfi. Hún segir að hún stefni að því að láta að sér kveða og vill standast með sæmd allar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is