Home   >   Spilaviti Frettir   >   888 Gæti Keypt William Hill

888 Holdings lýsir yfir áhuga á spilavítinu William Hill

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 16 Oct 2020 | Síðast uppfært 16 May 2022

: 888 Holdings vill William HillGíbralska fyrirtækið umsögn spilavíti 888 Holdings hefur lýst því yfir að það hafi áhuga á því að kaupa starfsemi William Hill utan Bandaríkjanna. Þetta kom í ljós eftir að Caesars Entertainment bauð í William Hill.

Hugsanleg yfirtaka

Nýlega gerði Caesars Entertainment Inc. yfirtökutilboð í William Hill sem nam 2,9 milljörðum punda. Forstjórn William Hill lagði boðið undir hluthafa fyrirtækisins. Þar sem Caesars Entertainment einbeitir sér aðallega að starfsemi William Hill í Bandaríkjunum, lýsti 888 Holding því yfir að það hefði áhuga á starfsemi spilavítisins í Evrópu og Bretlandi ef ske kynni að Caesars væri á höttunum eftir samstarfsaðilum á þessum svæðum. Framkvæmdastjóri William Hill, Ulrik Bengtsson, og fjármálastjóri fyrirtækisins, Matt Ashley, myndu fá 2,1 milljón punda í bónuspeninga ef þeir yrðu áfram hjá fyrirtækinu þar til Caesars hefur selt alla starfsemi utan Bandaríkjanna.

William Hill kom inn á bandarískan markað með íþróttaveðmálum í Nevada árið 2012. Spilavítið hóf samstarf við Eldorado Resorts sem varð íþróttaveðbók spilavítisins þegar alríkislög afléttu banni á veðmál á frjálsíþróttir. Þegar samruni Eldorado Resorts og Caesars Entertainment átti sér stað fyrr á þessu ári tók Caesars yfir 20% af William Hill í Bandaríkjunum.

Starfsemi William Hill í Evrópu

Ásamt starfseminni í Bandaríkjunum býður William Hill upp á netspilavíti og veðmálsþjónustu í Svíþjóð, á Spáni og Ítalíu, en einnig 1400 veðmálsstofur í Bretlandi.

888 Holdings hefur lýst því yfir að fyrirtækið sé vel stætt til að gera ný kaup og þá aðallega á netinu, og að það sé ólíklegt að það hafi áhuga á því að stunda smásölu fyrir William Hill. Vitað er að Betfred hefur lýst yfir áhuga á veðmálsstofum spilavítisins og fjöldi hugsanlegra samstarfa eða sölustaða gætu litið dagsins ljós ef samningurinn á milli William Hill og Caesars Entertainement gengur í gegn.

Í raun og veru er fortíð 888 Holdings og William Hill svipuð. William Hill gerði kauptilboð í 888 Holdings árið 2015, og mat þá spilavítið á 700 milljónir punda. Þegar hagstjóri 888 Holdings bað um hærra verð datt samningurinn upp fyrir. Ári seinna, 2016, gerðu 888 Holdings og The Rank Group sameiginlegt tilboð til að yfirtaka William Hill, en það tilboð datt einnig upp fyrir.

Spila núna

Copyright © 2023 www.online-casinos.is