Fjárhættuspilarisinn 888 Holdings sem skaffar netspilavítum var að tilkynna að fyrirtækið hefði útnefnt Vaughan Lewis, fyrrum samskipta- og framfarastjóra Flutter Entertainment (The Stars Group), sem viðskiptaþróunarstjóra fyrirtækisins, en starfið er skapað fyrir hann. Lewis mun taka við starfinu í byrjun 2021 að sögn fyrirtækisins.
Auk þess að hafa starfað hjá PokerStars og Flutter Entertainment gegndi Lewis starfi viðskiptaþróunarstjóra hjá Sky Betting & Gaming. Áður en hann tók þá ákvörðun að taka við starfinu vann hann sem fjármagnsfræðingur í tengslum við áhættustjórnun og fjármálagreiningu hjá risanum Morgan Stanley.
Um leið og Lewis hefur tekið við starfinu mun hann vera í beinum tengslum við aðalframkvæmdastjóra 888 Holdings Itai Pazner. Lewis mun astoða hann við að þróa langtímaáætlun fyrir veðmála- og íþróttaveðmálamerkið 888, greina og sjá um yfirtökutækifæri (M&A) og vinna með fjármálastjóra 888 Holdings, Yariv Dafna, við að mynda og viðhalda fjárfestingaráætlun og -nálgun fyrirtækisins.
Að fá Vaughan Lewis til liðs við sig sem aðalviðskiptastjóra 888 Holdings væri sannkölluð gleði og forréttindi sagði Itai Pazner, aðalframkvæmdastjóri fyrirtækisins, þegar hann tjáði sig um nýja liðskraftinn. Pazner sagði Lewis vera fagmann í bransa fjárhættuspila og sem hefði að baki sér langa og ríka reynslu og sérfræðikunnáttu, og þá sérstaklega á sviði þróunar og samskipta við fjárfesta.
Pazner sagði einnig að hæfileikar, reynsla og bakgrunnur Lewis myndi gagnast 888 bæði núna og héðan af il að stofna til skilvirkra tækifæra til vaxtar og viðveru víðar í bransa netfjárhættuspila.
Lewis er önnur helsta ráðningin á eftir Yariv Dafna eftir að Aviad Kobrine hætti störfum hjá fyrirtækinu fyrr á þessu ári, en hann sagðist vera yfir sig hrifinn af því að hafa fengið starf hjá fyrirtækinu sem hann hafði lengi dáðst að.
Enn annar aðilinn sem mun hefja störf hjá fyrirtækinu er Lord Jon Mendelson sem mun gegna hlutverki útnefnds forseta. Mendelson starfaði sem kosningastjóri Labour Party í Bretlandi og er þekktur hagsmunavörðu og stjórnmálastjórnandi.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is