Vinsæl netspilavíti Casumo var að hefja samstarf við fyrirtækið FAST TRACK, sem veitir tækni og þjónustu fyrir stafræn fjárhættuspil. Fyrirtækið er staðsett á Möltu og hefur verið á höttunum eftir leiðum til að bæta stjórnun viðskiptavinatengsla og fjölga verkfærum fyrir spilara. Eftir ítarlega umhugsun valdi spilavítið fyrirtækið FAST TRACK til að hjálpa til við að ná þessu markmiði.
FAST TRACK var stofnað árið 2016 og er einnig með höfuðstöðvar á Möltu. Fyrirtækið hannar sérsniðin stjórnkerfi viðskiptavinatengsla sem gera spilavítum kleift að kynnast viðskiptavinum sínum betur og afmarka þarfir þeirra á nákvæman hátt. Veitendur spilavíta geta nú tengt stjórnun viðskiptavinatengsla við einkvæman lífsferil hvers spilara og lagt áherslu á ákveðna viðburði. Þetta ætti fyrst og fremst að vera skilvirkara og láta skráðum meðlimum spilavítisins finnast vera betur hugsað um þá.
Með því að skrá þá valkosti sem fólk gerir á vefsvæðum og móta leikina og spilunina í samræmi við það geta spilavíti sem eru ný af nálinni fengið spilara til að koma aftur. Ótrúlega spilaúrvalið sem er í boði í hverju spilavíti ásamt sérstökum tilboðum og herferðum, listum yfir þá spilara sem njóta mestu velgengninnar og öðrum spennandi eiginleikum, fá spilarana til að spila enn meira.
Simon Lidzén, samstofnandi og aðalframkvæmdastjóri FAST TRACK, tjáði sig um samstarfið og sagði að Casumo væri „hugsuður“ iðnaðargreinarinnar þar sem spilavítið hefði sett fram áhugaverðar hugmyndir um hvernig hægt væri að fá sem mest út úr stjórnkerfum viðskiptavinatengsla. Lidzén bætti við að með samstarfinu fengið fyrirtækið sitt frábært tækifæri til að sýna hvað það kynni.
Casumo hefur þegar sagst vera í skýjunum yfir að gangast til samstarfs við FAST TRACK. Yfirmaður skuldbindingar spilara, Ludovic Diler, sagði að fyrirtækið hefði verið á höttunum eftir stjórnkerfi viðskiptavinatengsla sem gæti stutt viðheldnistefnu fyrirtækisins í nokkurn tíma.
Casumo sagðist hafa fundið einmitt þetta hjá FAST TRACK. Diler bætti því við að fyrirtækið væri „eina fyrirtækið“ sem hefði sömu nálgun hvað varðar hollustu spilara og umönnun. Hann sagði einnig að spilavítið ætlaði sér að nota nýjustu gagnalíkönin og gervigreindina til að fyrirbyggja og sjálfvirkja kerfið og gera spilurum kleift að stjórna því hvernig og hvenær þeir taka þátt.
Diler lauk með þeim orðum að fyrirtækið væri spennt yfir því að „prófa þessa viðbættu eiginleika“ þjónustuveitandans. Hollusta viðskiptavina eru meginmál stjórnstefnu Casumo. Með því að fá spilara til að taka þátt og skemmta þeim telur spilavítið að það geti haldið þeim fjarri öðrum vefsvæðum í þessari hörðu keppni spilavíta á netinu.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is