Home   >   Spilaviti Frettir   >   Finnland Vill Veita Fjárhættuspilurum Betri Stuðning

Finnland reynir að fá betri stuðning fyrir spilara

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 29 Mar 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Finnland vill veita spilurum aukinn stuðning. Finnska fyrirtækið Paf hefur haldið því fram að tími sé kominn á nýjar, opinskárri samræður um vandamál sem fylgja spilafíkn. Tölfræðiupplýsingar um hversu miklum peningum sumir spilarar tapa árlega hafa verið áfall fyrir iðnaðinn og Paf leggur til að fleiri rekendur spilavíta séu opnir fyrir því að birta árlegan ágóða og tap.

Paf hefur notið mikils stuðnings við að innleiða áskilin takmörk á árlegu tapi. Samkvæmt fyrirtækinu var tap minnkað um allt að 20% yfir 12 mánaða tímabil. Þó svo að ljóst er að hluti af leiknum er að vinna og tapa, þá halda spilarar áfram að reyna að vinna upp tapið í langan tíma. Vörumerkið vonast nú til þess að þessu verði breytt með því að láta aðra veitendur iðnaðarins fylgja í fótspor þess.

Einstök nálgun

Paf hefur svo sannarlega tekið áhugaverða afstöðu hvað varðar þau fjölmörgu vandamál sem tengjast spilafíkn. Fyrirtækið hefur á síðustu tveimur árum birt tölfræðigögn um ágóða sinn og tap, en hefur um leið greint frá sérstökum tölfræðigögnum um spilara eftir hópum viðskiptavina. Þetta hefur ekkert fyrirtæki í fjárhættuspilaiðnaðinum gert áður.

Þetta einstaka kerfi virðist vera að gera kraftaverk. Tölfræðigögnin sýna fram á að árið 2018 töpuðu spilarar að meðaltali 7,55% minna en árið 2017. Mestur hluti spilaranna var í undirflokki þeirra spilara sem töpuðu minna en 8000 GBP á árinu, og meðaltap í þessum hóp var 570 GBP yfir árið.

Að sögn fyrirtækisins á spilafíkn við um þá spilara sem töpuðu meira en 8000 GBP. Þessir spilarar eru flokkaðir sem áhættumiklir spilarar.

Miklar breytingar meðal þeirra sem töpuðu mest

Stærsta framförin átti sér stað meðal þeirra spilara sem höfðu sýnt fram á alvarlega spilafíkn, þeim sem höfðu tapað meira en 30.000 GBP á einu ári. Meðaltapið í þessum hóp minnkaði úr 44.765 GBP í 38.870 GBP.

Að sögn framkvæmdastjóra Paf, Christer Fahlstedt, er tapið á innkomunni góðra gjalda vert, fái spilavíti heilbrigðari spilara yfir höfuð. Fahlstedt sagði að það væri rangt að reyna að hala inn óhreinum arði og að allir þeir sem vinna við iðnaðinn ættu að taka til svipaðra ráðstafana og fyrirtækið.

Tilföng:

https://www.igamingbusiness.com/

Copyright © 2023 www.online-casinos.is