Nú hefur óvenjulegt mál komið upp á Íslandi sem hefur vakið athygli fjárhættuspilunarbransans í heild sinni. Íslenski fjárhættuspilarinn Guðlaugur Jakob Karlsson greindi frá þeirri ætlun sinni að höfða mál á hendur íslenska ríkisins og sakar ríkisstjórnina um að brjóta sín eigin lög. Samkvæmt stefnandanum er það ríkisstjórninni að kenna að hann þjáist af truflandi spilafíkn og það falli því í hlut ríkisstjórnarinnar að greiða honum skaðabætur. Hann krefst 76.800.000 íslenskra króna í skaðabætur.
Ætlun Guðlaugs er áhugaverð sem slík, en nú hafa nýlegir atburðir gert það að verkum að málið hefur fengið á sig aðra mynd. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lýst því yfir að hann taki málið í sínar hendur og gæti stutt Guðlaug í baráttu sinni gegn ríkinu.
Málið kemur til vegna óvenjulegrar nálgunar íslenska ríkisins í garð fjárhættuspilunar. Samkvæmt 183. gr. hegningarlaga er fjárhættuspilun opinberlega ólögleg á landinu. Samt sem áður eru spilavélar, lottóleikir og skafleikir leyfileg. Leyfi fyrir spilavélum hafa verið veitt frá árinu 1984, án þess að nokkurn tímann hafi verið komið í veg fyrir það.
Guðlaugur ítrekar að ríkið brjóti þannig sín eigin lög og beri því ábyrgð á spilafíkn sinni. Hann höfðaði fyrst mál gegn ríkinu árið 2016, en málinu var bægt frá í október 2017. Hann trúði því óbugað að hann hefði fullan rétt á sínu máli og áfrýjaði dómnum, en honum var hafnað aftur í október 2018. Þá var málið tekið fyrir hjá Hæstarétti eftir aðra áfrýjun, en var stöðvað samstundis.
Margir trúðu því að Guðlaugur væri að berjast mót vindi, en nú þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur blandað sér í málið virðist sem hann gæti fengið þær skaðabætur greiddar sem hann krefst.
Lögmaður Guðlaugar, Þórður Sveinsson, virtist vera staðfastur í nýlegu viðtali. Hann sagði að það hefði lengi mátt búast við máli á borð við þetta ef haft er til hliðsjónar hversu fráleit íslensku lögin eru. Hann lagði áherslu á að það væri ekki rökrétt að ríkið liti framhjá spilavélum þar sem þær eru taldar vera öfgafull fjárhættuspil.
Í báðum tilfellum virðist málið vera vendipunktur fyrir fjárhættuspilabransann í landinu. Ef málið kemst í gegn verður það einsdæmi og mun líklega verða til þess að reglugerðum landsins verði fljótlega breytt. Ef þeim er ekki breytt verða önnur mál höfðuð gegn íslenska ríkinu innan skamms.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is