Það virðist sem NetEnt sé að slá í gegn með framboði sínu af fjárhættuspilum í beinni. Þetta fræga fyrirtæki tilkynnti að það væri að stækka við sig og að það myndi bæta þremur Blackjack borðum við útsendingarverið á Möltu. Að sögn forsvarsmanns fyrirtækisins er þetta skref afleiðing mikillar eftirspurnar, en það gefur til kynna að fjárhættuspil í beinni séu vinsælli en nokkru sinni fyrr.
NetEnt hefur rekið útsendingarver í nokkur ár. Það er þó ekki fyrr en núna sem eftirspurnin hefur færst í aukana, en hún kemur eflaust til vegna heimsfaraldursins sem stendur yfir um þessar mundir. Fyrirtækið ákvað að hamra járnið meðan það er heitt og færir spilurum fjárhættuspila í beinni akkúrat það sem þeir vilja: fleiri leiki.
En þessi stækkun felur fleira í sér. Fulltrúi fyrirtækisins sagði einnig að Blackjack borðin þrjú yrðu aðeins í boði á verkvangnum EveryMatrix.
Í fyrsta samningnum sem NetEnt gerir þetta árið verða nýju borðin aðeins í boði á samþætta netleikjaverkvangnum CasinoEngine frá EveryMatrix. Þetta þýðir að spilarar sem vilja vera með í fjörinu þurfa að fara á vefsvæði fyrirtækisins.
Þetta er samt sem áður stór samningur fyrir fyrirtækin og merki um það að nýir leikir munu bætast við úrval fjárhættuspila í beinni á komandi tímum. Sem stendur hefur sá orðrómur borist að miklum tíma og krafti er eytt í tæknirannsóknir og -þróun.
Fulltrúi fyrirtækisins greindi frá því að tæknimenn fyrirtækisins leggðu mikið í notkun blátjalda. Blátjöld eru engin nýjung hvað varðar stafræna tækni, en þau bæta svo sannarlega kryddi í fjárhættuspil í beinni.
Forstjóri NetEnt Live, Andres Rengifo, tjáði sig um stækkunina. Hann greindi frá því að útsendingarverið á Möltu hefði legið beint við og verið nauðsynlegt miðað við þann stórtæka vöxt sem spáð var fyrir í bransa fjárhættuspila í beinni.
Hann sagði einnig að það að nýju borðin væru aðeins fyrir einn samstarfsaðila væri það rétta í stöðunni því að fyrirtækið hefði skipað sér góðan sess og tryggan framtíðarvöxt.
Asmund Stensland tjáði sig fyrir hönd CasinoEngine í eigu EveryMatrix. Hann sagði að EveryMatrix væri mjög sveigjanlegt fyrirtæki sem vildi taka höndum saman við mismunandi fyrirtæki. Hann lauk með þeim orðum að NetEnt væri mjög virðismikill samstarfsaðili og að fyrirtækið leggði mikið á sig til að gangast í samstarfið.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is