Home   >   Spilaviti Frettir   >   Gamesys Fagnar Niðurstöðum þriðja ársfjórðungsins

Gamesys Group státar af ótrúlegum árangri á þriðja ársfjórðungi

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 18 Nov 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Sterkar niðurstöður Gamsys Group fyrir þriðja ársfjórðunginn Bingómiðaða fyrirtækið Jackpotjoy keypti Gamesys fyrr á þessu ári. Eftir kaupin var fyrirtækinu gefið nýtt nafn, Gamesys Group sem heyrir undir móðurfyrirtækið JPJ Group. Kaupin voru stórkaup, en upphæðin nam 490 milljónum punda. Margir höfðu áhuga á því að sjá hvort kaupin væru skynsamleg fyrir netspilavíti þar sem upphæðin var gífurleg.

Gamesys Group gaf loksins út skýrslu yfir fyrsta ársfjórðunginn eftir kaupin og niðurstöðurnar eru ekki frá því að vera óraunverulegar.  JPJ Group var ekki lengi að hrósa niðurstöðunum og studdi sig við tölurnar til að sanna að ákvörðunin hafi verið úthugsuð.

Skýrslan í smáatriðum

Skýrsla Gamesys Group yfir þriðja ársfjórðung þessa árs sýnir fram á að innkoman jókst um 23% samanborið við sama tíma á síðasta ári. Þetta skilar sér í 92,4 milljón Punda hagnaði, en hagnaðurinn var 75,2 milljónir Punda árið 2018. Ræðismaður fyrirtækisins sagði að þessi aukning stafaði af markaðsþróun fyrirtækisins utan Stóra-Bretlands. Þetta þýðir að stór hluti árangursins sé erlendum fjárhættuspilamörkuðum að þakka.

En það var galli á gjöf Njarðar. Góður árangur á erlendum mörkuðum hjálpaði til við að vega upp á móti lélegum hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) innan staðarbundinna markaða. Þessu mátti svo sannarlega búast við vegna mikillar skattaaukningar í Stóra-Bretlandi og stórbrotinna atvika sem stofnuðu jafnvæginu í hættu.

Staðarbundinn hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 3,4 milljónir Punda, eða 20% skerðing miðað við liðið ár, en þá nam hann 7,6 milljónum Punda.

Fyrirmyndarfjórðungur

Framkvæmdastjóri Gamesys Group, Neil Goulden, var samt sem áður yfir sig ánægður með niðurstöðurnar. Hann vísaði til ársfjórðungsins sem einstaks árangurs, og hrósaði enn og aftur þessari stóru hagnaðaraukningu. Goulden gekkst einnig við minni hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA), en ítrekaði að þetta væri þegar tekið með í komandi áætlun fyrirtækisins.

Hann lagði þess í stað áherslu á sterkar hliðar fyrirtækisins. Hann vísaði til nýlegu kaupanna sem byltingu og lýsti því yfir að litið yrði á fyrirtækjasamstæðuna sem forsprakka netspilavíta, ekki aðeins í Stóra-Bretlandi, heldur um heim allan.

 Aðalframkvæmdastjóri samstæðunnar, Lee Fenton, tjáði sig einnig. Hann sagði að þetta væru spennandi tímar fyrir leikjasamstæðuna þar sem tvö fyrirtæki til viðbótar tækju saman höndum til að mynda mun sterkari einingu. Hann lauk með þeim orðum að vöxturinn, þó ótrúlegur væri, væri ekkert miðað við hversu björt framtíð fyrirtækjasamstæðunnar væri.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is