Þó svo að síðasti ársfjórðungur síðasta árs hafi verið erfiður og að miklar breytingar hafi orðið á breskum reglugerðum, tilkynnti GVC Holdings að heildarinnkoman árið 2019 lofaði góðu. Fyrirtækið telur að heildarinnkoman nemi 670 til 680 milljónum Punda fyrir skatta og vexti. Þrátt fyrir það er innkoman í hærri kantinum miðað við það sem fyrirtækið áætlaði.
Fyrirtækið tilkynnti að netspilavíti væru aðalástæða þess að innkoman árið 2019 væri hærri en búist var við. Aðsókn netspilavíta hækkaði um 12 prósent árið 2018, og sló algjörlega út smásölustaði í Bretlandi, þökk sé nýju reglugerðunum. Meðal annarra sviða má nefna að íþróttaveðmál hækkuðu um 16 prósent. Þetta leiddi til 2 prósenta hækkunar á innkomu netleikja árið 2019 í samanburði við 2018.
Finnst þér gaman að íþróttaveðmálum? Veldu bestu veðbækurnar á Íslandi!
Erfiðasta áskorun GVC Holdings árið 2019 voru breytingar á reglugerðum Bretlands. UK Gambling Commission innleiddi ný lög í apríl það ár, en þau takmörkuðu hámarksveðmál sem hægt var að gera með föstum vinningslíkum. Upphæðin var lækkuð frá 100 Pundum í 2 Pund, en við það skertist innkoma frá þessum tegundum véla um 31 prósent.
Þessi breyting leiddi til þess að GVC Holdings lýsti því yfir að fyrirtækið þyrfti líklegast að loka um 900 smásölustöðum í Bretlandi. Þetta gerist ekki strax en gæti átt sér stað fyrir apríl 2021. Þetta mun eflaust leiða til minnkunar á tekjum frá því sviði árið 2020.
Önnur alda mun skella á í Bretlandi í apríl 2020, en þá taka enn frekari reglugerðir gildi. Þær fela í sér bann á notkun kreditkorta til að leggja peninga inn á reikninga netspilavíta. Ekki er búið að meta áhrif þessa í bransanum.
Jákvæðu fréttirnar eru að GVC Holdings hefur staðið sig vel í þeim fylkjum í Bandaríkjunum sem eru byrjuð að lögleiða íþróttaveðmál. Fyrirtækið skipaði sér stóran sess í landinu með samstarfssamningi sínum við MGM Resorts International og hefur tekist að koma sér fyrir í fylkjum eftir því sem leyfi fyrir íþróttaveðmálum eru veitt. Fyrirtækið hefur trú á því að þetta haldi áfram að þróast sem tekjulind þess.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is