Maltneska fyrirtækið Kalamba Games skrifaði undir samning við BlueOcean Gaming um aðild að samtaksvettvangnum Gamehub. Fyrirtækið þróar fjárhættuspil fyrir netið og mun bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja og vinsæla spilunareiginleika á vettvangnum mjög fljótlega. Þetta er samstarf tveggja B2B risa og ætti að hagnast báðum innan skamms.
Fyrirtækið lofaði að bjóða upp á öll netfjárhættuspilin sín á samtaksvettvangnum. Samningurinn á einnig við um leikina sem Kalamba Games mun búa til héðan af. Áætlað er að þetta séu um 12 nýir leikir árlega út allan samstarfstímann. Gamehub fær strax aðgang að leikjum á borð við Joker Max, Temple of Heroes, Pyro Pixie, Big Bounty Bill og Caribbean Anne.
Ein helsta ástæðan fyrir því að Kalamba Games er svona vinsælt í bransanum er ótrúlegu og frumlegu spilunareiginleikarnir sem fyrirtækið hefur búið til. Þetta eru eiginleikar á borð við HyperBet, táknasöfnun, HyperBonus, verkefni og stigatöflur. Þessa eiginleika er hægt að nota á mismunandi vegu í netfjárhættuspilunuum sem spilavítin kjósa að setja á vefsæðin sín. Þetta veitir einstaklega sveigjanlega spilun og gerir spilavítum kleift að skara sig úr.
Aðalframkvæmdastjóri BlueOcean Gaming, Dejan Jović, sagði að fyrirtækið væri spennt yfir nýju leikjunum sem myndu bráðum vera tiltækir fyrir viðskiptavini vettvangsins. Hann hrósaði gæðum efnisins frá Kalamba Games í bak og fyrir og sagði að leikirnir væru framúrskarandi í alla staði. Jović telur að fyrirtækin geti vaxið samhliða.
Tamas Kusztos, sölustjóri Kalamba Games, sagði að fyrirtækið væri spennt yfir þessu nýja tækifæri. Það gerir fyrirtækinu kleift að stækka við sig og ná til enn fleiri spilavíta um heim allan. Fyrirtækin eru einnig viss um að nýstárlegu eiginleikarnir og spilunarkostir netfjárhættuspilanna auki vinsældir Gamehub, en vettvangurinn hefur þegar fengið á sig afbragðsgóðan orðstír.
Kalamba Games gengst til liðs við mörg önnur þekkt leikjafyrirtæki sem bjóða upp á efni á Gamehub. Samtaksvettvangurinn býður sem stendur upp á rúmlega 5000 leiki og skaffar leikjum til 70 spilavíta um heim allan. Kusztos tjáði sig sérstaklega um það hversu stolt Kalamba Games væri af því að teljast meðal fyrirtækjanna á vettvangnum og trúir því að það geti bætt við það úrval sem er þegar í boði.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is