Home   >   Spilaviti Frettir   >   Kalamba Og Spinomenal í Samstarfi

Samningur Kalamba og Spinomenal um netspilavíti

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 01 Apr 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Kalamba Games og Spinomenal taka höndum samanAlþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækið netspilavíti Kalamba Games tilkynnti að það hefði gengist í samstarf við söfnunarverkvanginn og hugbúnaðarfyrirtækið Spinomenal. Útgáfa samþætta hugbúnaðarins verður gerð í gegnum Remote Gaming Server (RGS). Samþættingin er marktæk framkvæmd af hálfu maltneska fyrirtækisins Kalamba Games, og samstarfið mun gera Kalamba kleift að vaxa enn frekar hvað varðar efni frá fyrirtækinu og efnisveitu í gegnum verkvanginn.

Spinomenal tekur þátt í sameiginlegu dreifileiðinni með því að bæta sínum eigin netfjárhættuspilum við framboðið. Leikjaframboðið var þróað af og er í eigu beggja fyrirtækjanna, en það verður kynnt fyrir spilavítum í sameiginlegum lögsagnarumdæmum þeirra.

Meðal þeirra netfjárhættuspila sem boðið verður upp á má nefna Book of Rebirth, Nova Gems, Irish Treasures, Crystal Cavern, Pyro Pixie og fleiri.

Ekkert jafnast á við nútímann

Samstarfstækifærið er mikils metið af báðum fyrirtækjunum. Hugmyndin á bak við samstarfið er að sameina vel heppnað úrval netfjárhættuspila og vara frá tveimur fyrirtækjum og skapa þannig enn fjölbreyttara framboð. Sölustjóri Kalamba, Tamas Kusztos, telur að samstarfið sé rétti leikurinn fyrir bæði fyrirtækin og að tímasetningin gæti ekki verið betri.

Mörg fyrirtæki þjást vegna kórónaveirunnar og fyrirtækjarekstur á netinu er akkúrat á réttri hillu eins og er. Öll samvinna og viðleitni sem varða netspilavíti fá nú ný, hvetjandi tækifæri og áskoranir til að skapa hagnað á meðan kórónaveiran gengur berserksgang um hefðbundin fyrirtæki um heim allan.

Samhæfir samstarfsaðilar

Kusztos greindi einnig frá því að starfsfólk Kalamba Games væri afar stolt af þeim góða og stöðuga orðstír sem fyrirtækið hefur áunnið sér yfir síðustu árin. Nú er rétti tíminn til að starfa með öðrum fyrirtækjum sem hafa jafn mikinn áhuga á háum stöðlum netspilavíta sagði Kusztos að lokum.

Að sögn Spinomenal telur fyrirtækið að samstarfið við Kalamba Games sé gefandi tækifæri til að styrkja dreifileiðir og viðleitni sína og að það sé ánægt með að hafa fengið spennandi nýja leið til að auka sívaxandi úrval sitt af netfjárhættuspilum.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is