Home   >   Spilaviti Frettir   >   Microgaming Bingo Lokar

Microgaming staðfestir lokun Bingo netkerfisins

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 03 Apr 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Microgaming lokar Bingo netkerfinuÞað liggur enginn vafi á því að netleikjarisinn Microgaming sé einn sá stærsti í bransanum. Á undanförnum mánuðum hefur fyrirtækið leitast eftir samstarfi við minni leikjastúdíó, og er fyrirrennari í bransa netspilavíta. Eftir því sem fyrirtækinu miðar áfram þarf það einnig að skilja sig við hluta af fyrirtækinu, svo sem Bingo netkerfið, en þess munu viðskiptavinir fyrirtækisins sakna sárt.

Fyrir aðeins sex mánuðum tók fyrirtækið einnig umdeilda ákvörðun um lokun Poker netkerfisins. Margir áhugamenn um póker gagnrýndu þessa ákvörðun fyrirtækisins, og sumir sökuðu það jafnvel um að taka flýtiákvarðanir. En það gekk í gegn og Poker netkerfið var stöðvað. Nú er komiði að Bingo netkerfinu og áhugaspilarar taka svo sannarlega ekki vel á móti því.

En forsvarsmaður Microgaming hefur látið frá sér heyra til að skýra betur frá hlutunum og hvers vegna þessi netkerfi eru felld niður.

Ekki lengur framkvæmanlegt

Forsvarsmaðurinn skýrði frá því að fyrirtækið myndi aðeins einbeita sér að því að búa til efni fyrir netspilavíti og að fyrri framtök sem væru ekki lengur framkvæmanleg væru stöðvuð til að losa um nauðsynlegt svigrúm. Talsmaðurinn sagði einnig að allt það sem í valdi fyrirtækisins stæði hefði verið gert til að bjarga Bingo netkerfinu, þ.m.t. ráðning Leon Thomas sem nýs framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Thomas er þekktur í bransanum og hefur öðlast margra ára reynslu og hefur hlotið mikið lof fyrir vinnu sína hjá Caesars, NYX Gaming, Mecca Digital og fleirum. En Thomas tókst ekki að breyta stöðunni hjá Microgaming og eftir að hafa leitað að frekari lausnum var að lokum ákveðið að Bingo netkerfið væri ekki lengur framkvæmanlegt og þyrfti að stöðva.

Hæg lokun

Þetta þýðir þó ekki að netkerfið loki á einni nóttu. Talsmaðurinn sagði einnig að öll netspilavíti sem byðu upp á Bingo netkerfið hefðu fengið þessar upplýsingar og að fyrirtækið væri í náinni samvinnu við þau til að stöðva stafrænar efnisveitur á næstu mánuðum.

Það virðist því sem þetta sé einfaldlega mat fyrirtækisins á stöðunni og að þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Áhugafólk um netkerfið verður eflaust svekkt, en það eru án efa fjölda staðir sem hægt er að spila Bingo á á netinu. Microgaming fer nýjar slóðir og býður upp á fjölbreytt úrval annarra netfjárhættuspila eftir því sem á líður.

Copyright © 2022 www.online-casinos.is