Home   >   Spilaviti Frettir   >   Microgaming Switch Samvinna Leioir Til Nyrrar Rulettu

Microgaming og Switch gefa út nýja Rúlettu

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 21 Nov 2018 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Microgaming og Switch gefa út nýjan leikFræga hugbúnaðarfyrirtækið á Mön, Microgaming, var að gefa frá sér tilkynningu um nýja Rúlettu á netinu, sem gefin er út í samvinnu við Switch Studios. Leikurinn fer í loftið dagana 28. til 30. nóvember 2018 á viðburðinum SIGMA, sýningarhátíð Möltu á netleikjum. Þeir sem heimsækja stand B156 í sýningamiðstöð Möltu geta verið þeir fyrstu að skoða leikinn.

Samvinna við Microgaming

Risinn í bransanum, sem var stofnaður fyrir rúmlega tveimur áratugum, árið 1994, gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu um að fyrirtækið væri í samvinnu við ýmis nýframkomin vörumerki. Hluti af ótrúlegu langlífi fyrirtækisins er nýsköpun og vilji til að prófa nýja hluti. Með þessari samvinnu er fyrirtækið að setja á fót nýjustu stefnuna um að koma á markaðinn með markmiðaðra efni.

Vídeóspilavélin Cash of Kingdoms var nýlega gefin út í samvinnu við Slingshot, og verkefni með Fortune Factory, Stormcraft Studios og önnur ný forritunarfyrirtæki eru einnig í bígerð. Samvinnan við Switch Studios hefur borðleiki að markmiði og mun leiða af sér nýtt efni fyrir Microgaming eingöngu.

Samkvæmt John Coleman, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur fyrirtækið ráðið til sín fólk til að bæta úrval borðleikjanna sem það býður upp á. Hann bætti við að starfsfólk Switch hefði þegar sýnt fram á að það gæti búið til skemmtilega, flotta, fágaða og frumlega leiki og að hann hlakki til að vinna með fyrirtækinu.

Rúletta er fyrsta verkefni fyrirtækjanna, en er hluti altæks vefsvæðis sem býður upp á Blackjack og fleira, og á að fara í loftið á næstu mánuðum. Sígilda útgáfan af þessum gamla, vinsæla leik er mjög raunverulegt hjól í þrívídd og boltinn hagar sér eins og hann myndi gera í raunveruleikanum til að hjálpa spilurum að finnast þeir taka þátt í leiknum.

Glænýja leikjavélin styður einnig sérstök veðmál, hestreiðaveðmál og fleira. Vélin er bestuð fyrir leiki í fartækjum og hægt er að njóta þeirra í langsniði og skammsniði. Starfsmenn og spilarar bíða spenntir eftir að leikurinn verði gefinn út og komist á markaðinn.

Spennandi tækifæri fyrir Switch

Þetta sjálfstæða fyrirtæki frá Ipswich í Bretlandi var stofnað af nánum hópi sérfræðinga árið 2017. Þekking þeirra á félagsleikjum og peningaleikjum, ásamt áhuga þeirra á leikjum með hreyfieiginleikum, hafa leitt til árangurs fyrirtækisins.

Með notkun tækni til að sérsníða leiki hefur fyrirtækið sett sér það markmið ásamt Microgaming að búa til nýja kynslóð borðleikja á netinu. Sérsníðanlegir þættir gera leikinn einstakan og forstjóri fyrirtækisins, Tom David, sagði að markmið fyrirtækisins væri að veita sem fjölbreyttasta úrval sígildra fjárhættuspila.

Source:

https://www.microgaming.co.uk/

 

Copyright © 2022 www.online-casinos.is