Alþjóðlega meistaramótið í póker (UCOP), aðalmótaröð Microgaming Poker Network (MPN), snýr aftur í haust með 5. útgáfu sinni. Spilarar í mótaröðinni geta látið sér dreyma um tryggt verðlaunafé sem nemur meira en 1 milljón evrum á 94 spennandi mótum.
Meistaramótið fer fram dagana 15. - 29. september 2019 og býður upp á fjölmörg pókersnið til að halda hlutunum áhugaverðum. Þátttökuréttur (buy-in) kostar 2,20 til 320 evrur og gerir þátttakendum kleift að taka þátt í hundruðum smámóta. Einnig verður til staðar topplisti með verðlaunafé sem nemur 20.000 evrum fyrir þá sem fara á toppinn.
Frá 1. september er hægt að tryggja sér sæti á UCOP fyrir allt frá 0,01 evru í daglegu smámótunum sem haldin verða í öllum pókerherbergjunum sem taka þátt í Microgaming Poker Network. Dagskrá smámótanna felur í sér 22 evra þátttökurétt í Mega-inntöku (Mega Feeder) þann 29. september klukkan 14:30, þar sem boðið er upp á 100 tryggð sæti á aðalviðburðinn. Ennfremur er boðið upp á Freeroll endurkaupsinntöku (Re-buy Feeder) fyrir aðalviðburðinn alla daga klukkan 18:15 ásamt beinum inntökusmámótum í aðra lokkandi UCOP leiki. Mótaröðin nær hámarki á aðalviðburðinum þar sem spilað er upp á tryggðar 100.000 evrur þann 29. september klukkan 17:00 og High Roller með tryggðum 45.000 evrum þann 29. september klukkan 18:00. Spilarar sem ná ákveðnum árangri frá 1.-29. september munu einnig fá inneignarmiða að upphæð 110 evrur fyrir miða á UCOP aðalviðburðinn án aukakostnaðar.
Núverandi sigurverari UCOP 2018, Mantas Urbonas, segir að UCOP sé tveggja vikna hátíð þar sem spilað er um tryggða 1 milljón evra í verðlaunafé – sem er gríðarlegur hvati til þátttöku! Urbonas segir að hann langi mikið til að taka þátt í að minnsta kosti einni mótaröðinni og það væri alveg frábært að vinna aðalmótið einu sinni enn. Hann er að sögn mjög ánægður með það að leikmenn geti valið á milli fjölmargra þátttökurétta og hlakkar til að spila í eins mörgum mótum og hann getur.
Til viðbótar við spennandi mótaáætlunina fyrir þetta ár, verður UCOP topplistinn einnig í gangi alla mótaröðina. Sá sem toppar hann í lok mótaraðarinnar fær útnefninguna „Heimsins besti pókerspilari“ og tekur með sér glansandi verðlaunagrip, pakka með miðum á mót á netinu að upphæð 1.550 evrur, pakka með pókerferð (MPNPT) að upphæð 1.500 evrur, 1.000 evrur í reiðufé og freistandi Players Choice verðlaun.
Efstu 8 spilararnir á topplistanum geta einnig valið sér Players Choice verðlaun; þeir geta valið á milli pakka með miðum á mót á netinu að upphæð 1.550 evrur, MPNPT-pakka að upphæð 1.550 evrur eða 1.000 evra í reiðufé.
Til að toppa þetta allt, fá allir þátttakendur sem sigra UCOP-mót aðgang að Meistarakeppninni klukkan 19:00 þann 6. október næstkomandi. Í þessu móti verða 8 bestu leikmennirnir verðlaunaðir á ný og boðið verður upp á önnur Players Choice verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Copyright © 2025 www.online-casinos.is