Home   >   Spilaviti Frettir   >   Ný Conan Netspilavél Frá Netent

Conan verður notaður í netspilavél frá NetEnt

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 13 Feb 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Conan spilavél væntanlegSem einn af leiðandi framleiðendum hugbúnaðarlausna fyrir netleiki vinsælustu og árangursríkustu netspilavíta heims, ætlar NetEnt að færa netspilavélar spilurum frábæra skemmtun! Sænski leikjahugbúnaðarrisinn keypti rétt til að búa til sína eigin útgáfu af Conan. Þú ert ekki að misskilja neitt! Villimaðurinn Conan (vígamaðurinn) kemur til lífs í spennandi netspilavél sem nýtir sér sögupersónu.

Conan fær yngingarmeðferð

Fræga sagan um vöðvastælta stríðsmanninn með sverðið verður heiðruð með keflum hasarspilavélarinnar sem mun án efa draga til sín aðdáendur þessarar ævintýrahetju. Með einkennandi stíl NetEnt, hröðum spilunareiginleikum og fallegri grafík verður Conan spennandi viðbót við stórfenglegt úrval fyrirtækisins á einstökum, vörumerktum leikjum.

Bryon Upton, leikjastjóri fyrirtækisins, sagði að Conan væri sögupersóna og vörumerki með frábæra sögu og aðdáendur um allan heim. Hann bætti við að það væri fyrirtækinu mikill heiður að búa til eigin útgáfu af Conan og að það gæti varla beðið eftir að yngja hann upp að hætti NetEnt.

Frá afþreyingarsögum til kvikmyndar til eftirlætis aðdáenda

Óbugandi og töfrandi ruddinn sem aðdáendur þekkja og hafa dáðst að hingað til var í upphafi búinn til af rithöfundinum Robert R. Howard árið 1932. Sögupersónan sem bar nafnið Conan kom fyrst fram í röð ævintýrasagna í vinsæla afþreyingarritinu Weird Tales. Sagan um Conan og frægu bardagana hans hefur síðan þá verið birt í fjölda myndsaga, bóka, sjónvarpsþáttaraða og tölvuleikja, en einnig í nokkrum kvikmyndum.

Conan the Barbarian, sem kom út árið 1982 varð fljótt að sígildri kvikmynd, en Arnold Schwarzenegger lék sitt fyrsta mikilvæga hlutverk í henni. Góður árangur kvikmyndarinnar ásamt frábærri frammistöðu Schwarzeneggers sem leikara leiddu til annarrar kvikmyndar, Conan the Destroyer, sem var sýnd í kvikmyndahúsum aðeins tveimur árum síðar, árið 1984. Í gegnum árin hefur sagan um vígamanninn verið aðlöguð að kvikmyndum og sjónvarpi með misgóðum árangri. Síðasta kvikmyndin sem Jason Mamoa frá Game of Thrones og Aquaman lék í, fékk blendnar viðtökur aðdáenda þegar hún kom út árið 2011.

Conan kemur fram í öðrum mjög vinsælum leikjum

Conan slæst í stækkandi hóp vörumerktra leikja í heimsklassa frá NetEnt sem eru þekktir fyrir spennuna, hasarinn og leikumhverfi sögupersónanna. Conan mun grípa ímyndunarafl allra með netspilavélinni og mun án efa toppa ótrúlegt úrval fyrirtækisins á vörumerktum leikjum, en meðal þeirra má nefna Vikings™, Jumanji™, Narcos™ og Planet of the Apes™.

Tilföng: https://lcb.org/news/netent-to-adapt-conan-the-barbarian-into-slot

Copyright © 2023 www.online-casinos.is