Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýja Spilavélin Devils Number Frá Red Tiger Gaming

Red Tiger Gaming gefur út spilavélina Devil’s Number

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 03 Jun 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

devils numberHvað varðar spilavélar, þá er Red Tiger Gaming vel þekkt fyrir frumlega og nýstárlega hönnun. Nýjasta spilavélin, Devil’s Number er einmitt dæmi um það hversu frumlegt fyrirtækið getur verið. Þessi leikur er helgaður tölunni 666, tölu skepnunnar.

Það má strax sjá að þessi óhugnanlegi og hryllilegi leikur er fullur af drungalegri grafík og draugalegum hljóðum sem eru sett upp í nýstárlegu og þægilegu viðmóti fyrir tölvuturna og fartæki.

Djöfulleg 5 kefla spilun

Devil’s Number er sett upp á einfaldan hátt með 5 snúningskeflum og 30 greiðslulínum. Bakgrunnur leiksins er gamalt, reimt bókasafn sem þrumuveður geisar í. Á keflunum má sjá hrollvekjandi myndir, svo sem hauskúpuþrennu, sjóðandi seiðpott, göldrótta skrímslabók og gamla bókrollu. Fyrir lægri táknin notar Red Tiger áskildu mannspilin frá 10 og upp í ás.

Devil’s Number er búin nokkrum bónuseiginleikum, þar á meðal ókeypis spuna, uppfærslueiginleika og brottnámseiginleika. Leikurinn er ekki búinn villitákni þar sem eiginleikinn er þegar fyrir hendi í grunnleiknum. Ef þú ert á höttunum eftir ókeypis spuna, skaltu gæta að tölunni 9. Ef þér tekst að fá 9 á kefli 2, 3 og 4 breytast táknin í tölu skepnunnar, eða 666. Þetta gefur þér ókeypis spunalotu, þar sem þú færð 12 ókeypis spuna með breyttri útgáfu uppfærslu- og brottnámseiginleikanna, en við skýrum þá út núna.

Uppfærslu- og brottnámseiginleikarnir

Uppfærslueiginleikinn í aðalleik Devil’s Number og í ókeypis spuna. Þegar þú færð vinningslínu sem er aðeins með táknum sem gefa háa vinninga, getur tala skepnunnar birst af handahófi á skjánum og brennt eitt táknanna, sem gerir það að verkum að þú færð meira fyrir það en ella.

Brottnámseiginleikinn getur orðið virkur í hvert sinn sem þú færð línu sem samanstendur af táknum sem gefa lága vinninga. Þegar þetta gerist getur tala skepnunnar snúið einu tákninu við og brennt það. Táknið hverfur og upp kemur táknaruna sem gefur þér tækifæri til að fá annan vinning.

Nýja spilavélin frá Red Tiger Gaming er hannaður til spennu og drungalega þemað í leiknum er breytilegt frá því sem spilarar eru vanir. Leikurinn fetar í fótspor leikja á borð við House of Doom frá Play’n Go, en einnig annarra gotneskra leikja sem hafa orðið stórvinsælir undanfarna mánuði.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is