Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýja Spilavélin Frá Thunderkick

Nýja spilavélin Crystal Quest: Deep Jungle frá Thunderkick

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 30 Oct 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nýja spilavélin Crystal Quest: Deep Jungle frá ThunderkickHáttvirta forritunarverið Thunderkick hefur opinberlega gefið út nýja línu spilavéla, en spilavélalínan heitir Crystal Quest. Sú fyrsta sem gefin var út nýlega ber heitið Crystal Quest: Deep Jungle.

Að sögn forsvarsmanns Thunderkick, verða fimm spilavélar í nýju seríunni. Á síðasta ársfjórðungi 2020 verður fjöldi nýrra spilavéla gefinn út, en forsvarsmaður fyrirtækisins sagði að síðustu vélarnar myndu ekki vera gefnar út fyrr en í byrjun 2021.

En nýja línan virðist vera metnaðarfullt verkefni hjá Thunderkick, og hver nýr leikur felur í sér nýja, skemmtilega eiginleika og frábæra grafík.

Framandi leiðangur

Ef við kíkjum betur á Crystal Quest: Deep Jungle, má segja að nafnið segi sig sjálft. Leikurinn gerist í gróskumiklum frumskógi og á skjánum birtast fjöldi glitrandi steina. Hugrakka ævintýrakonan Gemma leggur af stað inn í þetta óvinvæna umhverfi í leit að fjársjóði og spilarinn er með í förinni.

Einu óvæntu uppákomurnar hvað varðar grafíkina eru skepnutáknin í leiknum. Þau stinga í stúf við grafík spilavélarinnar sem er að mestu leyti afslappandi, en táknin eru skrýtinn api, bleikur eðlumaður og bragðefni. Spilarar þurfa þó ekki að óttast því þessar skepnur bjóða upp á flottar útgreiðslur.

Crystal Quest: Deep Jungle spilavélin er með 6 kefli, 4096 vinningsleiðir og 96,14% útgreiðsluhlutfall. Samvaranir myndast með Avalanche-eiginleikanum, en hann getur látið táknin hrynja niður og ný tákn birtast til að fylla upp í eyðurnar.

Margfeldi

Eins og við á um allar spilavélar sem nota Avalanche-eiginleikann, þá einbeitir Crystal Quest: Deep Jungle sér að keðjuvinningum. Hver raðvinningur bætir margfeldi við, en það sést til vinstri á keflunum. Þegar snúningur gefur ekki vinning fer margfeldið aftur í 1.

Stærstu vinningarnir nást með þremur eins Scatter-táknum, en þau gefa 12 ókeypis snúninga. Þegar umferð með ókeypis snúningum er í gangi fer margfeldið ekki aftur í 1, þó svo að umferðin gefi enga vinninga. Þetta þýðir þó að það sé hægt að fá stórtæka vinninga.

Fyrsta spilavélin frá Thunderkick, Crystal Quest: Deep Jungle er svo sannarlega frábær inngangur. Aðdáendur munu eflaust hlakka til að sjá næsta leik í þessari fimm spilavéla seríu.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is