Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýja Spilavélin Master Joker Frá Pragmatic Play

Pragmatic Play gefur út nýju spilavélina Master Joker

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 19 Feb 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Spilavélin Master Joker Vel þekkta netleikjafyrirtækið Pragmatic Play var að gefa út glænýja spilavél fyrir netið og fartæki sem ber heitið Master Joker. Spilavélin er enduruppfinning á þessum sígilda leik sem er ekki það sem búast mætti við af fjárhættuspili. Hvað útgáfufyrirtækið varðar er þessi djarfi leikur akkúrat það sem bransinn þarf á að halda núna.

Við fyrstu sýn gæti Master Joker ruglað spilara svolítið í ríminu. Útlit leiksins er greinilega gamaldags, allavega hvað varðar notkun hefðbundinna ávaxtatákna, en þau eru nánast komin úr tísku. En þetta var sjálfkvætt val teymisins til að minnast þess hvernig spilavélar litu út fyrir löngu síðan. Þó svo að valið á táknunum sé ekki nýmóðins, þýðir það ekki að grafíkin líti út fyrir að vera úrelt. Sem sönnun um það er hægt að taka skondna Jókerinn, en hann er í háskerpu og bíður eftir því að snúa Margföldunarhjólinu.

Gamaldagsgrafíkin er samt ekki það ótrúlegasta við fjárhættuspilið. Það sem vekur sérstaklega athygli er frumleg útfærsla leiksins.

Hlutirnir hafðir einfaldir

Master Joker er aðeins með eina röð, eina greiðslulínu og fimm kefli og engar aðrar raðir birtast í leiknum. Á keflunum má sjá hefðbundin tákn, þ.á.m. plómur, vatnsmelónur, kirsuber, sítrónur og jarðarber. Bónustáknin eru gullstangir, sígilda sjöan og Jókerinn.

Stóra Margföldunarhjólið gnæfir yfir skjánum. Jókerinn snýr hjólinu af handahófi og notar margfeldið á vinninginn. Margfeldin eru á milli x2 og x100, sem hefur mikil áhrif á vinningana. En þar sem ógerlegt er að vita hvenær hjólinu er snúið, er spennan í hámarki út allan tímann.

Ótrúlegar vinningslíkur

Uppsetning Master Joker er svo sannarlega mínímalísk. Engin Scatter-tákn eru til staðar, engir smáleikir innan leiksins og engir aukabónuseiginleikar. En hvað netspilavélina varðar vildi Pragmatic Play hafa hlutina einfalda. Spilarar sem fá x100 margfeldið og fjórar sjöur geta fengið 10.000 hærri vinning en veðmálið sem þeir gerðu. Slíkar vinningslíkur segja sig sjálfar.

Melissa Summerfield, viðskiptastjóri fyrirtækisins, segir best frá í fréttatilkynningu sinni. Hún sagði að nýja spilavélin frá fyrirtækinu væri hönnuð með eitt markmið í huga, að breyta hefðbundnu fjárhættuspili í eitthvað virkilega einstakt og spennandi. Hvað þetta varðar hefur fyrirtækinu svo sannarlega tekist vel upp.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is