Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýja Spilavélin Octopus Treasure

Nýja spilavélin Octopus Treasure frá Play’n GO

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 16 Sep 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Spilavélin Octopus TreasureÞað eru fáir sem tengja stórvinninga í spilavél við kolkrabba. En þegar virta hugbúnaðarfyrirtækið Play’n GO er tekið með í dæmið liggur í augum uppi að þetta hæfileikaríka teymi á auðvelt með að fá djúpsjávarveru með 8 örmum með sér í lið. Nýja spilavélin, Octopus Treasure, er einmitt sá liðsfélagi og útkoman er frábær leikur.

Já, þema spilavélarinnar er kolkrabbi. Þú svo að kolkrabbinn sjáist varla í leiknum er neðansjávarfylgsnið hans aðalþáttur leiksins. Armarnir sjást þó greinilega í kringum ramma skjáarins.

En engar áhyggjur, þegar kolkrabbinn skríður út úr fylgsninu til að heilsa upp á spilara er það til að gefa þeim stórtækan vinning.

Nýr vinur

Það er óþarfi að taka það fram að grafíkin í Octopus Treasure er geggjuð. Neðansjávarveröldin lifnar við með fíngerðum teiknimyndum og spilaranum líður eins og hann standi á sjávarbotninum. Vinalegi kolkrabbinn er mestmegnis falinn á bak við táknin, en hann hreyfist fallega og armarnir koma við sögu í leiknum.

5 kefli, 3 raðir og 20 greiðslulínur eru í boði í Octopus Treasure, en spilavélin hefur 96,53% útgreiðsluhlutfall. Grunnleikurinn er einfaldur og gengur auðveldlega fyrir sig og er ekki mjög nýstárlegur. Scatter-táknin blása lífi í leikinn og hafa ótrúlega fjölbreytta bónuseiginleika í för með sér.

Spilarar geta valið um fjóra eiginleika, Wild Coins, Gold Pile, Treasure Grab og Wild Reels Þetta er þegar kolkrabbinn kemur við sögu og réttir spilaranum hjálpararm þegar hann þarf sem mest á því að halda.

Að rétta út hjálpararm

Þegar Wild Coins birtist velur spilarinn þrjá gullpeninga. Peningarnir segja til um þau tákn sem breytast í villitákn þegar lota með ókeypis snúningum fer í gang. Í Gold Pile uppfærir kolkrabbinn táknin þegar ókeypis snúningar fara í gang og litlir vinningar stækka. Í Treasure Grab næla löngu armarnir sér í vinninga á keflunum og peningaverðlaun eru gefin til viðbótar við vinninga. Síðast en ekki síst breytir eiginleikinn Wild Reels öllum keflun spilavélarinnar í villitákn.

Play’n GO tvinnar saman skapandi þema og frábæra spilun í flottu spilavélinni Octopus Treasure. Spilavélin er kannski ekki sú nýstárlegasta af þeim sem gefnar voru út nýlega, en stundum þarf ekkert meira til en skemmtilegan leik sem hefur allt sem til þarf.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is