Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýja Spilavélin Snow Wolf Supreme Frá Merkur

Merkur gefur út spilavélina Snow Wolf Supreme

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 01 Sep 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Spilavélin Snow Wolf SupremeÞeim sem dreymir um að ferðast um snæviþakið norðurhvelið í leit að úlfum undir dansandi norðurljósum hafa svo sannarlega heppnina með sér. Snow Wolf Supreme, nýja spilavélin frá Merkur Gaming hefur akkúrat það þema. Eins og nafnið gefur til kynna eru úlfar norðursins aðalpartur leiksins. En þeir eru ekki einu dýrin og aðrar skepnur koma einnig við sögu. Úlfarnir eru þó efst í fæðukeðjunni og gefa af sér hæstu vinningana.

Grafíkin í Snow Wolf Supreme er í hágæðum eins og búast má við af Merkur, en það er hljóðefnið sem er sérlega eftirtektarvert. Það er hreint út sagt ótrúlegt og inniheldur lög með hljómsveit sem gætu verið fengin frá Hollywood smelli.

Í leit að bráð

Snow Wolf Supreme gerist á fimm keflum, þremur röðum og hefur 40 greiðslulínur. Spilavélin hefur óstöðugleika í meðallagi og getur gefið af sér reglulega vinninga. Grunnleikurinn er frekar venjulegur og norðurskautsdýrin eru þau tákn sem gefa mest af sér. Úlfurinn er að sjálfsögðu villitákn leiksins og hjálpar spilaranum að fá eins margar vinningssamsetningar og hægt er.

Grafíkin er til þess gerð að fanga einstakt og myrkurt landslag norðursins og hönnuðir Merkur bættu við flúri sem stendur út. Mikill metnaður var lagður í norðurljósin, en þau eru ekki aðeins bakgrunnur leiksins, heldur dansa og hreyfast þegar vinningar myndast.

En við skulum einbeita okkur að því sem skiptir máli, leikjaspilun spilavélarinnar. Þetta var einnig stór hluti vinnunnar, að gefa risa vinningslíkur þegar ókeypis snúningar fara í gang.

Tvöfaldaðu vinningana

Peningarnir koma með ókeypis snúningum og Merkur hallast að því að með einni bónusumferð sé hægt að raka saman stórum vinningum. Ef þrjú eins Scatter-tákn birtast færðu 15 ókeypis snúninga. Þegar þeir fara í gang færðu viðbót. Virku greiðslulínurnar aukast úr 40 í 80, og sú viðbót segir sig sjálf.

Í heildina séð er Snow Wolf Supreme frekar hefðbundin. Fín grafík og flott hljóðefni gera hana sérstaka og sanna að fyrirtækið hefur það sem til þarf til að gefa út flott efni. Fyrir þá sem fíla snæviþakið land er þessi spilavél draumur í dós.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is