Spilarar eru staddir á fallegum sandströndum Hawaii þegar þeir snúa keflunum í Tiki Mania. Þetta er nýjasti leikurinn frá Fortune Factory Studios sem er gefinn sérstaklega út fyrir Microgaming og er fáanlegur hjá spilavítum sem bjóða upp á leiki með þessum virta hugbúnaði.
Í nýja leiknum spilavélar er sagt frá havaísku prinsessunni Kaia sem flýr til suðrænnar eyju þar sem tiki-þjóðbálkurinn gengur berserksgang. Þetta er mjög svipull leikur og spilarar geta búist við snöggum stórum vinningum og notið bjartrar, litríkrar grafíkur og frábærra eiginleika.
Tiki Mania er með 5 kefli og 10 greiðslulínur og kemur spilurum í hasar villtrar upplifunar. Myndefnið er líflegt og táknin eru meðal annars áskilinn kókoshnetudrykkur, hefðbundnar tunnur eyjunnar og ljúf tónlist með úkúlele.
Trommusláttur havaísku trommanna fer af stað þegar Red Tiki villitáknin birtast. Þau geta lent hvar sem er á 2. og 4. keflinu og fylla keflin ef það gerist. Við þetta birtist staflað villitákn og þú færð aukasnúning. Þegar þessi eiginleiki fer í gang birtast stöfluðu villitáknin Nudging Multiplier á keflunum og vinningarnir geta allt að þrefaldast. Í hvert sinni sem spilari fær vinning fær hann aukasnúning.
Öll Red Tiki villitáknin sem birtast á keflunum bæta peningum við í skelskreytta safnbaukinn fyrir ofan keflin og hver peningur getur komið uppsafnanlegum vinningi af stað, en með honum fá spilarar annað af tveimur verðlaunum, annað hvort fimmtíu- eða þúsundfalt upphafsveðmál.
En þegar Kaia prinsessa birtist lifnar nú aldeilis yfir leiknum. Hún er Scatter-tákn og ef þrjú þannig tákn birtast færðu 10 ókeypis snúninga. Ókeypis aukaumferðir í leiknum verða veittar í hvert sinn sem Scatter-tákn birtist á meðan á þeim stendur. Spilarar geta einnig fengið Red Tiki villitákn og Nudging Multipliers þegar þeir fá ókeypis snúninga, og þeir fá góðar líkur á að fá ekki aðeins aukasnúninga heldur einnig stórvinning.
Aðalframkvæmdastjóri Microgaming, James Buchanan, sagði að Tiki Mania væri skemmtilegur, orkumikill og litríkur leikur og hrósaði aðallega vel heppnuðu Hawaii-þema, spennandi myndefni og verðlaunaríkum eiginleikum. Buchanan sagði að eiginleikar leiksins gæfu spilurum tækifæri til að fá stóra vinninga, hvort sem þeir spili í borðtölvu eða fartæki, en skemmti sér um leið konunglega.
Copyright © 2024 www.online-casinos.is