Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýjar Vinsældir Spilavélarinnar Rise Of Athena

Nýja spilavélin Rise of Athena frá Play’n GO

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 12 Nov 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Spilavélin Rise of AthenaGrísk goðafræði hefur verið efni margra spilavéla í gegnum tíðina. Nýjasta spilavélin frá virta fyrirtækinu Play’n GO, Rise of Athena, fjallar um þetta efni á einstakan hátt. Leikurinn í heildina er mjög mínímalískur og því ekki með allar þær hljóðbrellur og myndefni sem oft á tíðum er að finna í netleikjum.

Þess í stað er Rise of Athena töff og hnökralaus hönnun, einföld grafík og einfaldur og auðskiljanlegur leikur. Þessi einfalda hönnun þýðir þó alls ekki að leikurinn sé ljótur, hitt þó heldur, hann er með falleg tákn, áhrifamikinn bakgrunn og ótrúleg smáatriði sem leynast í hverju horni á skjánum.

Satt best að segja tekst nýjustu spilavélinni frá Play’n GO svo miklu betur til en sumum öðrum spilavélum, án þess að láta of mikið til sín segja.

Fagnaðu gyðjunni

Flestir vita að Aþena er forn grísk gyðja stríðs og visku. Hún er gefin til kynna á glæsilegan hátt í leiknum, og táknin sem fylgja nafni hennar eru ugla, vængjaði fákurinn Pegasus og stríðshjálmur. Í bakgrunni leiksins teygja sterkbyggðar súlur sig upp til ljósblás himins, eflaust sem tákn fyrir Ólympusfjallið.

Þrátt fyrir að Rise of Athena leggi áherslu á látleysi fremur en útflúr er spilavélin í heildina litið þvílíkt augnayndi.

Hvað varðar leikinn sjálfan er hann einnig frekar látlaus. Spilavélin er með 5 kefli, 3 raðir og 10 fastar greiðslulínur. Óstöðugleikinn er frekar hár og útgreiðsluhlutfall til spilara er hvorki meira né minna en 96,25%. Hvað varðar eiginleikana fer að færast líf í leikinn.

Sérstakir eiginleikar

Einn eftirtektarverður eiginleiki Rise of Athena er stöfluð villitákn. Öll villitákn sem lenda á keflunum fá handahófsvalið margfeldi á bilinu 1 til 3. En ef fleiri en eitt villitákn sem samsvarar öðru villitákni kemur upp staflast margfeldin upp og geta orðið allt að 27 föld.

Stærsta útgreiðsla spilavélarinnar er gefin í ókeypis snúningum. 3 uglutákn gefa 12 ókeypis snúninga, en villitáknin verða klístruð þegar það gerist. Þetta þýðir að spilarinn sé nánast viss um að fá stórar útgreiðslur, en hafa skal í huga að villitáknin geta horfið af keflunum ef margfeldi með 27 er náð.

Rise of Athena er tákn um sköpunargáfu og nýstárleika Play’n GO.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is