Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýr Sölustjóri Hjá Authentic Gaming

Authentic Gaming ræður nýjan sölustjóra

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 02 Dec 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nýr sölustjóri hjá Authentic GamingAuthentic Gaming er vel þekkt í bransa fjárhættuspila á netinu þar sem fyrirtækið sérhæfir sig í Rúlettu í beinni. Fyrirtækinu hefur gengið afar vel undanfarið og hefur vaxið. Þessi velgengni hefur leitt til vaxtar innan fyrirtækisins, og nýjar ráðningar eru óhjákvæmilegar. Síðasti starfsmaðurinn sem var ráðinn hjá Authentic Gaming er Dan Morrison, en hann tekur við starfi sölustjóra.

Morrison hefur lengi unnið í netleikjabransanum og hann mun nýta reynslu sína fyrirtæki sínu til góða. Þegar hann tók við starfinu lýsti hann því yfir opinberlega að hann væri yfir sig ánægður með nýja starfið. Hann sagðist vera ákveðinn í að gera Rúlettu í beinni sem fyrirtækið býður upp á enn útbreiddari en hingað til, en það gæti leitt til frekari vaxtar fyrirtækisins á alþjóðavísu.

Reyndur spilari

Ef nánar er litið á Morrison kemur í ljós að hann hefur svo sannarlega reynsluna til að ná sínu fram. Hann hefur 13 ára reynslu í sölu, bæði innan og utan fjárhættuspilabransans. Meðal fyrri starfa má nefna að hann vann sem forstjóri iConvert, en hefur einnig starfað fyrir fyrirtæki á borð við SaleCycle, Novatech, and Digisec Media. Morrison stofnaði einnig ConversionBet Limited, en fyrirtækið sérhæfir sig í að hjálpa þeim sem hafa verkvang á netinu að skipta úr einum verkvangi yfir í annan.

Í nýja starfinu mun hann aðallega einbeita sér að því að stofna til nýrra viðskipta. Þetta felur í sér að auðkenna þau spilavíti sem hafa áhuga á samstarfi og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar um sölu. Þess að auki fær hann það hlutverk að veita fjárhættuspilabransanum í heild sinni upplýsingar, og segja hugsanlegum viðskiptavinum frá þeirri einstöku þjónustu sem Authentic Gambling býður upp á.

Velkominn

Magdalena Podhorska-Okolow, viðskiptastjóri fyrirtækisins, tjáði sig um ráðningu Morrison. Hún sagðist hlakka til að nýi sölustjórinn jyki við viðveru fyrirtækisins og skapaði því ný tækifæri.

Hún bætti því við að ef dæma mætti af þeim góða árangri sem hann hafði náð í fyrri störfum sínum væri hann stór kostur og gæfi fyrirtækinu tækifæri til að auka við reksturinn sem aldrei fyrr.

Í heildina litið er nýi starfskrafturinn stórt skref fyrir Authentic Gaming, sem bætir enn einum sigrinum við á stigatöflu fyrirtækisins. Fyrirtækinu tókst nýlega að skrifa undir tvo mikilvæga samninga og komast inn á nýjan, alþjóðlegan markað. LeoVegas og Eurobet skrifuðu undir samning um Rúlettu í beinni, og gerðu fyrirtækinu kleift að komast inn á ítalskan markað.

Ef taka má mark á þessum nýlega árangri þessa unga en mjög metnaðarfulla fyrirtækis hefur það eflaust upp á mun meira að bjóða.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is