Dótturfélag Bragg Gaming Group, ORYX, var að skrifa undir nýjan samning við Pragmatic Play. Efnisþróendur fjárhættuspila samþætta úrval sitt á leikjum og kynningarvörum við Oryx Hub, fyrrum netverkvang fyrir fjárhættuspil. Þetta er stórt skref fyrir verkvanginn sem mun áreiðanlega auka við framboðið sem viðskiptavinir geta nýtt sér, þökk sé orðstír Pragmatic.
Ekki það að framboðið á Oryx Hub sé ekki þegar fjölbreytt. Verkvangurinn er þegar með rúmlega 8000 fjárhættuspil frá rúmlega 80 forritunarfyrirtækjum um heim allan. Þegar nýi samningurinn hefur gengið í gegn, mun samþættingin á vinsælustu spilavélum Pragmatic hefjast, ásamt fjárhættuspilum í beinni. Bragg Gaming mun einnig bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreytt kynningarverkfæri innan leikjanna sem Pragmatic Play þróaði.
Eitt þeirra verkfæra sem Bragg Gaming er spenntast yfir er Enhance. Þetta kynningarverkfæri gerir spilavítum kleift að bæta úrvali eiginleika við leikina til að auka virkni og skemmtun spilara. Þessir eiginleikar eru meðal annars aukaverðlaun og margföldun á vinningum, ókeypis snúningar, mót og bónusar.
Matevz Mazij, framkvæmdastjóri ORYX Gaming, sagði að fyrirtækið hlakkaði til að bæta þessum gæðavörum við á verkvanginn. Efnið frá Pragmatic Play er talið nota nýjustu tækni og vera eitt af því besta í heiminum.
Aðalviskiptastjóri fyrirtækisins, Melissa Summerfield, tók undir með Mazij þegar hún tjáði sig um nýja samninginn. Summerfield lýsti því yfir að hún teldi ORYX Gaming hafa einn besta orðstírinn þar sem fyrirtækið skaffar efni til sumra vinsælustu spilavítanna um heim allan. Þetta nýja samstarf mun gera Pragmatic Play kleift að stækka við sig á alþjóðavísu og vaxa samhliða nokkrum þekktum vörumerkjum.
Þessi samningur við Pragmatic Play er ekki eina stóra tækifærið sem Bragg Gaming Group hefur fengið. Fyrirtækið tilkynnti nýlega að það myndi gefa út glænýjan verkvang fyrir spilara. Verkvangurinn var hannaður sérstaklega til að meðhöndla það að mikill fjöldi viðskiptavina spilavíta fái efni frá verkvangnum og aukið spilunargildi.
Nýja varan safnar upplýsingum frá þremur vörum: Hub, iGaming Platform og Sportsbook. Þessar upplýsingar eru notaðar til að hjálpa spilavítum að skilja spilarana betur með notkun einfalda sniðsins sem Bragg Gaming hannaði. Spilavíti geta tekið betri ákvarðanir um sérsniðna og markmiðaða markaðssetningu og veitt spilurum persónusniðna spilun.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is