Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýr Samningur Playson í Eystrasalti

Playson gerir samning við Klondaika

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 26 Jul 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nýr samningur fyrir PlaysonMaltneska spilavíta- og leikjafyrirtækið Playson hefur svo sannarlega aukið viðveru sína í Eystrasaltslöndunum með því að skrifa undir mikilvægan samning við latneska fyrirtækið Klondaika. Samningurinn er gerður nokkrum mánuðum eftir að Playson skrifaði undir samning við litháíska fyrirtækið TOPSport, sem skaffar Playson úrvali af einstökum spilavélum og leikjum.

Samningur sem hagnast báðum

Í samræmi við samninginn mun Playson skaffa Klondaika fjölbreyttu úrvali af nútímalegum spilavélum úr sívaxandi leikjasafni fyrirtækisins. Krisjanis Kravis, yfirmaður fjárhættuspilaverkefna Klondaika sagði að fyrirtækið væri afar ánægt með að bæta leikjum Playson við úrvalið sem það býður upp á nú þegar. Bæði fyrirtækin sjá fram á langt og gefandi samstarf. Fyrirtækið hefur haft auga með vörumerkinu í áraraðir og þykir mikið koma til gæða leikjanna sem það framleiðir. Fyrirtækið telur að leikirnir muni samstundis njóta mikilla vinsælda meðal viðskiptavina þess í Eystrasaltslöndunum.

Með því að nýta sér verkvanginn Dench eGaming Solutions getur Playson innleitt vinsælu ávaxtaleikina sína hjá Klondaika, en einnig nokkra nýrri leiki, þar á meðal Book of Gold: Classic, Crystal Crush og Rise of Egypt. Samningurinn er gerður á besta tíma þar sem leikjafyrirtækið hlaut nýlega leyfi í flokki II frá rúmönsku eftirlitsstofnuninni ONJN. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að koma sterkara inn á evrópskan markað um leið og það leitast eftir að fá orðstír á alþjóðavísu.

Innleiðing í Eystrasaltslöndin

Í viðtali við fjölmiðla sagði sölustjóri Playson, Blanka Homor, að fyrirtækið væri í skýjunum yfir að hafa gert samning við Klondaika og að geta veitt ítarlegt spilaranet með einstökum og spennandi leikjum. Homor sagði að þetta væri mikilvægur samningur fyrir fyrirtækið þar sem hann gerir því kleift að auka viðveru sína í Eystrasaltslöndunum, en þau eru einn af meginmörkuðum fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið vera spennt yfir samstarfinu við þetta líflega félag og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs.

Playson fékk einnig umfjöllun í fréttum fyrr á árinu þegar það var nefnt sem aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar CasinoBeats Summit sem verður haldin í London. Um 1000 fulltrúar munu taka þátt í ráðstefnunni, en hún verður haldin í Olympia London frá 17. til 20. september 2019. Ráðstefnan veitir gestum góð tækifæri til samvinnu við rúmlega 200 rekstraraðila spilavíta sem taka þátt í ráðstefnunni. Einnig er búist við efnisveitendum, markaðsstofum spilavíta, greiðslufyrirtækjum og eftirlitsstofnunum.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is