Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýr Samningur Tom Horn Og Microgaming

Tom Horn Gaming og Microgaming gera samning um fjárhættuspil

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 06 May 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Tom Horn í samstarfi við MicrogamingTom Horn Gaming var að auka markaðsveru sína í gegnum samstarfssamning við Microgaming. Nýi samningurinn sem var gerður á milli heimsins fremstu hugbúnaðarfyrirtækja fyrir spilavíti mun leiða til þess að vinsælar spilavélar frá Tom Horn Gaming, svo sem Diamond Hill, Kongo Bongo, Joker Reelz, Spinball og 243 Crystal Fruits verða tiltækar hjá spilavítum sem nýta sér hugbúnað frá Microgaming.

Fyrirrennari í leikjaþróun

Tom Horn Gaming hefur rúmlega 10 ára reynslu í netleikjum og er meðal heimsins vinsælustu hugbúnaðarfyrirtækja fyrir netspilavíti, en er einnig meðlimur í slóvakska hugbúnaðarfyrirtækinu Meracreat Group. Aðalskrifstofa Tom Horn Gaming er í maltnesku borginni Valetta, en fyrirtækið er með leyfi í Bretlandi og er þekkt fyrir að búa til spennandi fjárhættuspil sem hafa öfluga eiginleika og frumlega uppbyggingu ásamt mjög líflegri grafík.

Fyrirtækið býður upp á mjög persónusniðna leiki og státar af 50 forriturum sem taka tillit til sérstakra krafna fyrir vettvanga. Þessi sérþjónusta hefur leitt til þess að leikir fyrirtækisins eru í boði í rúmlega 200 spilavítum. Vinsælasta netvaran frá Tom Horn Gaming er Tom Horn Casino AS3, en hann byggir á nýjustu tækninni. Þessi mikilvæga vara býður upp á 70 leiki, þar á meðal spilavélar í þrívídd, Rúlettu, Power Poker og Blackjack.

Fyrirtækið er einnig þekkt fyrir fyrsta pókerleikinn með vefmyndavél, en hann gengur undir nafninu Face Poker. Þessi nýstárlegi leikur tvinnar saman þægindi netleikja og póker í beinni með aðstoð vefmyndavéla til að spilarar geti séð og heyrt í hverjum öðrum án þess að þurfa að fara að heiman, fullkomið á þessum tímum.

Í samstarfi við fremstu fyrirtæki heims

Verðlaunuð fjárhættuspil Tom Horn Gaming munu án efa bæta upp flott úrval Microgaming. Fyrirtækið var það fyrsta til að gefa út hugbúnað fyrir netspilavíti árið 1994 og er orðið eitt þekktasta og virtasta fyrirtæki heims.

Microgaming býður upp á 1000 fjárhættuspil, en meðal þeirra geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikirnir fela í sér borðleiki, hversdagsleiki, bingó og spilavélar, leiki með spilagjöf í beinni og nokkra af stærstu vinningunum á netinu. Á síðasta ári hefur fyrirtækið einnig gengist til samstarfs við nokkra sjálfstæða hugbúnaðarþróendur til að geta alltaf boðið upp á nýja og skemmtilega leiki, og með samstarfi sínu við Tom Horn Gaming fór Microgaming skrefinu lengra.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is