Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýr Wild Robo Spilakassaleikur Frá Yggdrasil

Wild Robo Factory spilakassaleikurinn frá Yggdrasil kynntur til sögunnar

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 28 Jun 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Wild Robo factory spilakassaleikur á netinuÁratugum saman hafa rithöfundar vísindaskáldsagna skapað ógnvænlegar framtíðarheimsmyndir þar sem vélar með gervigreind hafa tekið yfir stjórn mannlegra samfélaga. En þar til Yggdrasil Gaming kynnti Wild Robo Factory til sögunnar í júní hefur enginn þessara heimsmynda sést á 4x5 netspilakassa borði.

 Vélmennaleikurinn heldur ýmsum tengingum við fyrri leiki en felur einnig í sér nokkra ólíka og sérþróaða eiginleika. Þeirra á meðal eru öflug villt tákn og frísnúningar.

Vöruhönnuðurinn Jonas Strandman segir að þessi einstaki leikur sé framsækin viðbót við vöruúrvalið. Hann útskýrði einn eiginleika Wild Robo Factory nánar með því að benda á hvernig notendur geta nýtt hluti eins og endurræsingar og yfirálag kerfis í frísnúningslotu sér í hag.

Þema fyrir tölvuleikjaspilara 

Þemaútfærslan er þannig úr garði gerð að áhugafólk um tölvuleiki ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Grafíkin og teiknimyndatæknin hleypa lífi í hinar ólíku persónur og gefa kvikmyndatækni frá bestu kvikmyndaverunum lítið eftir. Leikurinn verður því enn meira spennandi.

Umhverfið er illa lýst verksmiðja þar sem 12 vélknúnir starfsmenn við framleiðslulínu þurfa að takast á við vélmennaharðstjóra sem hafa það eitt í huga að auka framleiðsluna, án þess að skeyta um afleiðingarnar.

Áhugaverðir sérhannaðir eiginleikar

Wild Robo Factory býður upp á nokkra áhugaverða sérhannaða eiginleika sem vekja án efa athygli. Þar á meðal er einn sem felur í sér færiband og endursnúninga.

Vélmennaharðstjórarnir eru jókerar og geta komið í staðinn fyrir venjuleg tákn. Sumir geta verið staflaðir jókerar en aðrir geta haft margfaldara sem hækka vinninga hjá spilurum. Ef eitt af jókeravélmennunum birtist á færibandinu virkjar það endursnúninga þar til það hverfur af netspilakassaborðinu.

Frísnúningslota er virkjuð þegar þrjú eða fleiri dreifð tákn lenda. Umhverfið breytist þá í kjallarann í Wild Robo Factory. Ef a.m.k. þrjú virkjunartákn lenda í lotunni geta þau bætt allt að 15 viðbótarjókerum við hjólin. Leikmenn geta einnig séð tákn með lægra gildi breytast í tákn með hærra gildi.

Frísnúningslotan gæti einnig leitt til yfirálags á kerfið þegar vélmenni er á færibandinu. Ef þetta gerist fer færibandið aftur á bak og tekur með sér jókeravélmenni yfir hjólin sem þýðir fleiri snúninga í lotunni. 

Hægt er að spila nýja spilakassaleikinn í vafra á tölvu og í Android og iOS fartækjum. Hann er í boði á 27 mismunandi tungumálum.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is