Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nýtt Leyfi Fyrir Yggdrasil

Yggdrasil Gaming fær sitt 8. hugbúnaðarleyfi

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 14 Jan 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Yggdrasil fær annað leyfi Á síðasta ári hafa netspilavíti forritarar Yggdrasil Gaming komið fyrirtækinu sterkt inn á fjóra stóra reglubundna markaði fjárhættuspilabransans. Nýjasti áfangi fyrirtækisins er B2B-hugbúnaðarleyfi sem leikjayfirvöld Möltu voru að veita. Þetta er áttunda leyfi fyrirtækisins til að veita hugbúnað og starfa í fjórum löndum í Evrópu: Möltu, Bretlandi, Rúmaníu og Gíbraltar.

Fyrirtækið sem þróar hugbúnað og leiki fyrir netspilavíti hefur svo sannarlega skipað sér sess í þessum löndum. Fyrirtækið býður leyfishöfum sínum upp á fjölbreytt úrval borðleikja og spilavéla, en einnig vinsæl verkfæri sem spilavíti nota til að ná spilurum á sín bönd. Þessi verkfæri eru þekkt í bransanum og hjálpa spilavítum að auka viðveruhlutfall spilara og bæta hagnað sinn á marktækan hátt.

Orðstír fyrir að vernda spilara

Hluti af velgengni fyrirtækisins í því að fá þessi fjölmörgu leyfi í eftirlitsbundnum löndum felst í getu Yggdrasil til að tryggja vernd spilara til hins ítrasta í leikjum frá fyrirtækinu. Þetta hefur gert fyrirtækinu kleift að sýna fram á samræmi sitt við strangar reglugerðir hvað varðar sanngjarna meðferð spilara og öryggi þeirra. Þetta hefur ávallt verið hluti af stefnu fyrirtækisins frá því að það var stofnað árið 2013.

Aðalframkvæmdastjóri Yggdrasil, Fredrik Elmqvist, tjáði sig um nýjasta leyfið og sagði að fyrirtækið væri stolt af því að leggja áherslu á að tryggja ábyrga spilun í öllum leikjum sem það gæfi út. Fyrirtækið segist einnig vera í samræmi við bestu starfsvenjur allra eftirlitsbundinna landa þar sem netspilavíti eru í boði, og að þetta greiði fyrir leyfisveitingu fyrirtækisins, jafnvel í ströngustu löndunum.

2019 er mikilvægt ár fyrir Yggdrasil

Árið 2019 tókst Yggdrasil að gefa út efni fyrir netspilavíti í fjölda nýrra landa í gegnum birgðasamninga við ýmis spilavíti. Þetta var mikilvægt ár í sögu fyrirtækisins, bæði hvað varðar vöxt, sem og styrkingu viðveru þess á þeim mörkuðum þar sem það hafði þegar komist inn á.

Einn stærsti samningur fyrirtækisins var samningurinn við leikjarisann Veikkaus í Finnlandi. Samningurinn var undirritaður árið 2018, en það tók heilt ár að senda efnið í loftið á verkvangi spilavítisins, enda gerðist það ekki fyrr en í desember 2019. Annað mikilvægt skref var samningurinn á milli höfunda fyrirtækisins og Patagonia Entertainment. Með honum komst fyrirtækið inn á suður-amerískan markað í fyrsta sinn. Fyrirtækið gerði einnig aðra samninga, til að mynda á Spáni og í Tékklandi, og er að lokum að komast til Svíþjóðar.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is