Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nektan Er Sett Undir Ríkiseftirlit í Annað Sinn

Aðgerðir netspilavítisins Nektan eru undir eftirliti

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 20 Apr 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nektan undir ríkiseftirlitiEftir skiptiráðið í Gíbraltar þann 14. apríl tilkynnti netfjárhættuspilaveitan Nektan útnefningu tveggja eftirlitsaðila sem munu vinna saman í málum fyrirtækisins. Þetta er í annað sinn sem hugbúnaðar- og leikjafyrirtækið sem skaffar efni til netspilavíta er sett undir ríkiseftirlit, en í þetta skiptið er það vegna þess að Nektan tókst ekki að sjá fyrir fjármagni til að tryggja hreint veltufé.

Önnur afleiðing skiptaráðsins er að fyrirtækið tilkynnti stöðvun verðbréfaviðskipta á Alternative Investment Market í London.

Þegar sett undir ríkiseftirlit

Í september 2019 kom í ljós að Nektan skuldaði bresku skatta-  og tollastofnuninni Her Majesty’s Revenue and Customs £4,6 milljónir vegna netspilagjalda. Í lok nóvember það ár var þessi upphæð komin í £5,6 milljónir, en þá var fyrsta skiptaráð fyrirtækisins gert.

Fyrri skiptaráðendur, Mark Phillips og Julie Swan frá PCR London, gátu tryggt sölu B2C netspilavítaviðskipta Nektan þegar þau sáu um fyrirtækið. B2C viðskipti fyrirtækisins voru seld til Grace Media, dótturfélag Active Win Group, fyrir £200.000 eða 250.071 Bandaríkjadala. Þó svo að velta Nektan fram í júlí 2018 hafi verið £19,4 milljónir, var talið að skipting fyrirtækisins hafi verið gerð með halla. Salan var hluti af skerðingaráætlun sem Great Britain Gambling Commission lagði til.

Þegar salan gekk í gegn sannfærði Nektan samstarfsaðila sína um að hún myndi ekki hafa áhrif á áframhaldandi viðskipti og að fyrirtækið myndi einbeita sér að netspilavítum sem veita B2B þjónustu.

Vandamálunum ekki lokið

Þegar fyrirtækið var síðast sett undir ríkiseftirlit voru Steven de Lara frá Signature Litigation Limited og Ian Defty frá CVR Global LLP nefndir sem samstjórnendur þrátt fyrir að fjárhagsstaða Nektan hafi orðið betri. Fyrirtækið tvöfaldaði rúmlega innkomu sína (um £797.000 eða nánast um 1 milljón Bandaríkjadala) á síðustu sex mánuðunum til 31. Desember 2019 og minnkaði tap sitt um 40% með því að stofna til £2,7 milljóna í nýjum fjárfestingum seinni part ársins 2019.

Nýlega tilkynningin er afleiðing þeirra vandamála sem netspilavítið hefur átt við að stríða, en það var einnig útilokað frá Alternative Investment Market í janúar eftir að hafa vanrækt útgáfu ársreikninga sinna. Það kom til vegna þess að fyrirtækið var komið vel á veg með endurbyggingarferlið, þó svo að það hafi verið endurheimt síðar í þeim mánuði. Árið 2019 var aðalframkvæmdastjóra Lucky Buckle sagt upp eftir nokkra mánuði í stöðunni, en í hans stað var Gary Shaw ráðinn tímabundið.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is