Home   >   Spilaviti Frettir   >   Nintendo Afturkallar Leiki Vegna Laga

Nintendo afturkallar tvo leiki vegna laga um fjárhættuspil

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 29 May 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nintendo afturkallar tvo leiki með verðlaunaboxum Nintendo, einn stærsti veitandi tölvuleikja, ákvað að afturkalla tvo vinsæla leiki af belgískum markaði. Fire Emblem Heroes og Animal Crossing: Pocket Camp eru með verðlaunabox, en þau falla undir fjárhættuspil samkvæmt lögum Belgíu og nokkurra annarra aðildarríkja ESB.

Leikir sem innihalda verðlaunabox komust í sviðsljósið í fyrra þegar gagnrýnendur bentu á að kaup á óskilgreindum, stafrænum verðlaunum væri fjárhættuspilun sem höfðaði til barna og þeirra sem gætu átt við spilafíkn að stríða. Í apríl 2018 útilokaði Belgía opinberlega leikir með verðlaunaboxum og sýndarverðlaunum sem voru valin af handahófi og sem hægt var að kaupa í leikjunum. Belgía var ekki eina landið sem tók til aðgerða, heldur ákvað Holland einnig að flokka verðlaunabox sem ólöglega útgáfu fjárhættuspila.

Mikilvægt deilumál

Bæði Animal Crossing: Pocket Camp og Fire Emblem Heroes eru með verðlaunakerfi sem gera spilurum kleift að kaupa stafræna mynt til að kaupa handahófsvalda karaktera og leikmuni. Í báðum leikjunum er takmörkuð upphæð af stafrænni mynt gefin ókeypis, en spilarar eru gabbaðir til að kaupa hærri upphæðir af stafrænni mynt, sérstaklega ef þeir eru að reyna að næla sér í torfenginn leikmun eða karakter snemma í leiknum.

Nintendo-leikir höfða til barna og innihalda verðlaunabox sem eru snilldarlega hulin sem stílfærslur og kraftaaukning. Í Animal Crossing: Pocket Camp geta spilarar keypt verðlaunabox í formi happakaka sem þeir geta opnað til að fá hluti sem hægt er að nota til að fá meiri stíl á karakterinn og á almenna útsetningu leiksins. Í flestum tilfellum halda börnin áfram að kaupa boxin þar til þau fá sjaldgæfan leikmun.

Í Fire Emblem spila verðlaunabox stærra hlutverk þar sem þau gefa spilurum færi á að fá hetjur til að gangast til liðs við teymið. Nintendo talar um þessi box sem „blindbox“ þar sem spilararnir vita ekki hvaða karakter eða leikmun þeir fá þegar þeir kaupa boxið.

Tímamörk tekin upp

Áhugamenn um spil hafa kvartað undan því að Belgía sé eina landið sem Nintendo afturkallaði leikina í, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Belgía tekur slíka ákvörðun. Í september í fyrra hóf landið ítarlega glæparannsókn í garð EA Sports. Rannsóknin var gerð til að bregðast við vinsælu FIFA-leikjunum og tengdum leikjastöðvum. Þetta leiddi til afturköllunar allra FIFA-leikjastöðvanna.

Í viðtali við fjölmiðla lýsti Nintendo því yfir að óljós staða Belgíu hefði leitt til afturköllunar tveggja leikja. Fyrirtækið sagði einnig að væntanlegir leikir frá Nintendo með ávinningskerfum á borð við verðlaunabox myndu ekki vera gefnir út í Belgíu. Fyrirtækið hefur ekki staðfest hvort það afturkalli leikinn í öðrum löndum. Hvað varðar spilarana þá hafa þeir frest til 27. ágúst til að nota verðlaunin og miðana sem þeir hafa áunnið sér í leiknum.

Copyright © 2022 www.online-casinos.is