Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni innleiða strangari lög til að sporna við auglýsingum frá alþjóðlegum netspilavítum í landinu. Nýju reglugerðirnar miða sérstaklega að alþjóðlegum spilavítum sem hafa ekki leyfi í Noregi en eru að auglýsa á sjónvarpsstöðvum landsins.
Mörg þessara spilavíta biðja nú um frjálsari reglugerðir í Noregi þar sem ríkisstjórnin fer dýpt ofan í saumana á því sem hefur viðgengist í mörg ár. Ríkisstjórnin mun gera breytingar á útsendingarlögum og veita fjölmiðlaeftirlitsstofnun landsins aukið svigrúm. Hún mun geta séð um eftirfylgni takmarkana af öllum sjónvarpsstöðvum og netveitum, og sneitt hjá útsendingu auglýsinga frá óleyfilegum spilavítum í landinu. Þessi undanbrögð höfðu viðgengist þar sem stór hluti stöðvanna sem senda út í Noregi eru ekki í landinu, en með nýju breytingunum verður ekki gerður greinarmunur á norskum og alþjóðlegum stöðvum.
Þegar breytingarnar hafa gengið í gegn geta aðeins tvö spilavíti í Noregi auglýst netspilavíti í sjónvarpinu. Þetta eru Norsk Rikstoto og Norsk Tipping, en bæði spilavítin eru í eigu ríkisins. Um tíma íhugaði ríkisstjórnin að breyta reglugerðum landsins til að erlend spilavíti gætu sótt um leyfi, en tekið var fyrir það í lokin.
Norsk Bransjeforening for Onlinespill (NBO), eftirlitsstofnunin sem alþjóðleg netspilavíti tilheyra, hefur mótmælt lagabreytingum Noregs. Aðalritari stofnunarinnar, Carl Fredrik Stenstrøm, sagði að stofnunin hefði haft það á tilfinningunni að breytingarnar væru í bígerð, en væri svekkt yfir því að ákvörðunarvald landsins hefði flýtt fyrir þeim. NBO hefði vonað að Noregur miðaði að frjálslegri regluramma.
Eitt stærsta áhyggjuefni NBO hvað breytingarnar varðar er að spilarar séu enn óverndaðri gegn óábyrgum netspilavítum. Stenstrøm vísaði til Svíþjóðar og opnari reglugerða landsins. Í Svíþjóð var skapað rými fyrir mörg spilavíti til að spilarar hefðu valið og öll spilavítin þurftu að fylgja reglugerðum landsins um ábyrga spilun.
Ef spilarar leita að spilavítum sem hafa ekki leyfi í Noregi, hafa þeir engine réttindi ef spilavítið er ekki traustverðugt. Noregur hefur enga útilokunarstefnu eða öryggisreglur sem vernda spilara.
Copyright © 2023 www.online-casinos.is