Home   >   Spilaviti Frettir   >   Push Gaming Skrifar Undir Samning Við Sts Bet

Push Gaming skaffar STS Bet fjárhættuspilum

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 05 Mar 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nyr samningur Push Gaming Netleikjafyrirtækið Push Gaming er þekkt fyrir að búa til hágæða fjárhættuspil, með áherslu á bestun fyrir fartæki. Þetta er eflaust ástæðan fyrir því að fyrirtækið hefur þótt svona eftirsóknarvert upp á síðkastið að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, James Marshall. Push Gaming lýsti yfir opinberu samstarfi við spilavítið STS Bet.

Í samræmi við skilyrði samstarfsins mun fyrirtækið veita STS Bet allt leikjaúrvalið sitt, en rekstrarfélagið mun dreifa þeim til viðskiptavina sinna. En í samningnum er einnig milligönguaðili, Relax Gaming vettvangurinn. Efni fjárhættuspila fyrirtækisins fer í gegnum netvettvang Relax Gaming til að greiða fyrir samningnum, en STS Bet er viðtakandi leikjanna.

Samningur til langtíma

Marshal staðfesti að samstarfið væri fyrirtækinu mikilvægt, og að fyrirtækið liti á samninginn sem langtímasamning. Hvað þetta varðar benti hann á að samningurinn ætti ekki aðeins við um leiki sem væru þegar gefnir út, svo sem vinsælu leikina Wild Swarm, Razor Shark og Jammin’ Jars, en einnig fjárhættuspil sem verða búin til yfir árið. Þess vegna gæti samstarfið haldið áfram í gegnum tíðina.

Yfirmaður fjárhættuspila hjá STS Bet, Jean-Marc Galea, tjáði sig um samninginn. Hann lagði áherslu á að mikill tími og vinna færu í að tryggja að viðskiptavinir fengju bestu gæðin, og að leikirnir frá Push Gaming uppfylltu þessar kröfur. Hann staðfesti að fyrirtækið státaði af seríu mjög vinsælla netleikja sem voru gefnir út nýlega, en það væri merki um að gæðin væru fyrir hendi.

Samningur sem hagnast báðum

Galea lauk með þeim orðum að nýju leikirnir væru frábær viðbót við það úrval sem hann byði upp á nú þegar, þó svo að hann byggist við því að fjárhættuspilin frá Push Gaming myndu skara sig úr fljótlega og ná að verða meðal vinsælustu leikjanna. Hann sagði að samþætting einstakra bónuseiginleika, svo sem Nudge, villitákn, ókeypis snúningar og margföldun á vinningum væru stærsti þátturinn í virkni spilara.

Marshal greindi frá því sama. Hann sagði að STS Bet væri mjög vinsælt á alþjóðamarkaðnum og að hann væri í skýjunum yfir nýja samningnum. Hann benti í lokin á að samningurinn hagnaðist báðum fyrirtækjunum og myndi eflaust leiða til arðbærs tímabils.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is