Home   >   Spilaviti Frettir   >   Relax Og Skywind Taka Saman

Skywind Group tekur saman við Relax Gaming

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 18 Jun 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Skywind og Relax skrifa undir samning Virti stafræni fjárhættuspilaverkvangurinn Relax Gaming tilkynnti nýlega að fyrirtækið hefði tekið stórt skref til að stækka við sig. Það að Skywind Group sé nú gengið í hóp þeirra ótrúlegu hugbúnaðarveitenda sem fyrirtækið telur í dag hefur ekki farið framhjá neinum í iðnaðargreininni. Þetta samkomulag þýðir að ótrúlegt úrval leikja frá Skywind Gaming verður nú einnig tiltækt á verkvangnum. Meðal þeirra leikja sem eru vel þekktir má nefna vinsæla leiki á borð við CSI: Crime Scene Investigation, Boomerang Edge, Explosion og marga fleiri.

 En það sem gerir samstarfið enn vegameira er saga Skywind Group. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af hópi reyndra manna í iðnaðargreininni sem kom saman til að búa til þróunarstúdíó sem væri nýtt af nálinni. Í dag telur fyrirtækið rúmlega 200 leiki sem flestir eru hannaðir fyrir fartæki. Meðal þeirra má nefna spilavélar, og fjölda sígildra borðleikja. Fram að þessu hefur stúdíóið einbeitt sér að efni fyrir Asíu, Mið-Ameríku og Evrópu, en með nýja samstarfinu vonar það að geta víkkað markhópinn enn frekar.

Mikilvægt samstarf

Oren Cohen Shwartz, forstjóri Skywind Group, hélt ræðu þegar samkomulagið var undirritað. Hann opnaði ræðuna með því að lýsa Relax Gaming út frá sínu sjónarmiði og hve mikilvægu samstarfi hafi verið komið þar á. Hann greindi einnig í stórum dráttum frá markmiðum fyrirtækisins, en fyrst og fremst miðar fyrirtækið að því að komast inn á reglubundna markaði um heim allan eins fljótt og hægt er. Shwartz lýsti því yfir að ný vörumerki og aðgengi að mörkuðum væri aðalþátturinn í því að ná nýjum markmiðum, og að samkomulagið væri einmitt sá þáttur.

Hann benti á að leikir fyrirtækisins væru veittir í beinni í mörgum löndum og væru í boði hjá mörgum veitendum spilavíta í fyrsta flokki um heim allan. Það virðist sem fyrirtækið hafi loksins náð langþráðum árangri.

Ótrúlegt úrval leikja

Aðalframkvæmdastjóri Relax Gaming, Daniel Eskola, greindi frá hversu ánægður hann væri með samkomulagið. Hann sagði að þetta væri mikilvægur áfangi til að auka við það úrval leikja sem veitendur spilavíta geta boðið upp á, og að Skywind Group væri með nokkra af bestu leikjunum sem væru fyrir hendi í dag. Hann endaði á þeim orðum að stúdíóið notaði faglega og einstaka aðferð við að búa til efni, og að honum væri samstarfið til mikillar gleði.

Veitendur spilavíta munu eflaust keppast við að fá CSI: Crime Scene Investigation og aðra vinsæla leiki til að geta boðið spilurum upp á þá eins fljótt og hægt er.

Copyright © 2023 www.online-casinos.is