Home   >   Spilaviti Frettir   >   Samningur Stakelogic Microgaming

Samningur Stakelogic og Microgaming um netspilavíti

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 21 Jul 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Nýr samningur StakelogicNetleikjafyrirtækið Stakelogic tók stórum framförum. Fyrirtækið tilkynnti að það hefði skrifað undir mikilvægan samning við eitt stærsta fyrirtækið í bransa netspilavíta, Microgaming. Samningurinn kveður á um að efni fyrirtækisins verður gert tiltækt fyrir fleiri spilara en nokkru sinni fyrr, og það á alþjóðavísu. Þetta er án efa eitt stærsta skrefið sem fyrirtækið hefur tekið.

Samstarfið er einnig í hag leikjavettvangsins. Microgaming hefur þegar upp á að bjóða óheyrilega fjölbreytt leikjaúrval og tugir fyrirtækja skaffa vettvangnum efni fyrir netspilavíti. En Stakelogic býður upp á einstakt úrval sem mun fá fleiri spilavíti á Microgaming-vettvanginn.

Samstarfið hagnast báðum fyrirtækjunum.

Geysa um heiminn

Leon Thomas, viðskiptastjóri Microgaming, tjáði sig um nýja samstarfið. Hann útskýrði að Stakelogic hafi verið samþykkt sem samstarfsaðili, þökk sé hágæðaleikjum fyrirtækisins sem smellpassa við þá leiki sem Microgaming býður þegar upp á. Hann bætti því við að eftir því sem hann sæi best myndi nýja efnið virka sérlega vel í Evrópu, en fyrirtækið hlakkaði til að komast inn á þann markað.

Thomas lauk með þeim orðum að enn sem áður miðaði Microgaming að því að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval af leikjum fyrir netspilavíti á markaðnum og að nýja samstarfið tryggði að þessu markmiði yrði náð.

Yfirlýsing um gæði

Salvatore Marino, sölustjóri Stakelogic, tjáði sig einnig um samstarfið. Hann vísaði til samningsins sem fyrsta flokks samstarfs og sagðist vera í skýjunum yfir að hafa loksins skrifað undir samning við Microgaming. Hann lýsti því einnig yfir að þó svo að samstarfið væri hjalli sem slíkt, þá væri það einnig merki um hágæðaefni fyrirtækisins.

Marino hélt því fram að framtíðin hefði aldrei verið bjartari fyrir Stakelogic, en fjöldi nýrra tækifæra hefðu skapast um heim allan, og þá sérstaklega í Evrópu.

Hann lauk með þeim orðum að framtíðin væri einnig björt fyrir netspilavíti sem kysu efni frá fyrirtækinu því það myndi eflaust upphefja vefsvæði þeirra í heildina litið.

Copyright © 2025 www.online-casinos.is