Home   >   Spilaviti Frettir   >   Sbtech Kynnir Exploding Jackpots

SBTech gefur út verkfærið Exploding Jackpots

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 11 Feb 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

SBTech kynnir nýjan eiginleika stórvinningaSBTech er stolt af vera meira en hefðbundinn þróunaraðili leikja og skemmtunar. Fyrirtækið hefur oft sagt að það einbeiti sér að nýjum hugmyndum og spilunareiginleikum sem hafa aldrei verið fundnir upp áður. Með öðrum orðum er nýsköpun mottó þessa risa íþróttaveðmála og tölvuleikjahugbúnaðar.

En þrátt fyrir þetta vill fyrirtækið svo sannarlega ekki bregðast vonum. Nýjasta uppfinning fyrirtækisins er verkfærið Exploding Jackpots, sem er innbyggt í leiki og felur í sér fjölda tímabundinna „must-drop“ stórvinninga og vara og er gefið út sem markaðsverkfæri fyrir stjórnendur.

Leikjaverkfæri eru viðbætur við hugbúnað sem eru þróaðar til að vera samhæfar leikjum sem eru þegar til. Sum verkfæri eru innbyggð í leikinn sjálfan, en önnur eru keyrð á vettvöngum stjórnenda. Báðar aðferðirnar eru afar skilvirkar við að skemmta spilurum lengur með því að skapa sérlega skemmtilega spilun.

Þú þarft að spinna til að vinna

Það sem gerir verkfærið Exploding Jackpots einstakt er að það er ekki takmarkað við ákveðna hugbúnaðarveitendur spilavíta. Verkfærið virkar með eiginleikum íþróttaveðmála jafnt sem spilavélum. Með nýju uppfinningunni eru öll veðmál eða spunar tækifæri fyrir spilarana til að næla sér í stórvinning.

Stórvinningarnir eru veittir af handahófi og það sem er svo spennandi er að ákveðinn fjöldi vinninga verður að koma fram innan ákveðins tímaramma. Með öðrum orðum er nánast pottþétt að þú fáir vinning.

Margir leikir, margir vettvangar

Það sem gerir verkfærið svona skilvirkt sem markaðsúrræði er að stjórnendur spilavíta geta nýtt sér það til að auka sölu leikjanna með því að gera spilurum kunnugt um núgildandi stöðu „must-drop“ stórvinninga. Ekkert er meira hvetjandi til að snúa keflunum en það að mega búast við stórvinningi hvenær sem er.

Aðalframkvæmdastjóri SBTech, Greg Karaolis, greindi frá þeim stórtæku viðbrögðum sem nýja verkfærið hlaut á viðburðinum ICE Totally Gaming London í ár. Hann sagði að stjórnendur spilavíta væru sérlega hrifnir af því að hægt er að setja verkfærið upp á öllum íþróttaveðmálum íþróttir eða fjárhættuspilum og að það er ekki takmarkað við ákveðin vörumerki þróunaraðila.

Sources:

https://www.gamingintelligence.com

Copyright © 2023 www.online-casinos.is