Home   >   Spilaviti Frettir   >   Skýrsla Sg Fyrir Annan ársfjórðung Komin út

Scientific Games gerir ráð fyrir frekari aðlögun

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 14 Aug 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Hagtölur SG fyrir annan ársfjórðunginn eru umhugsunarmál Fyrirtæki um heim allan eru stöðugt á höttunum eftir betri leiðum til að auka hagnað og halda útgjöldum í lágmarki. Því miður gerist það oft að önnur fyrirtæki, yfirleitt birgir, fái minnsta skerfinn. Þetta er skólabókadæmi um það sem er að gerast hjá Scientific Games.

Leikjafyrirtækið gaf nýlega út drög að útkomu annars ársfjórðungs þessa árs, en þau sýna fram á 9,5% skerðingu á innkomu vegna leikja. EBITDA slapp ekki í gegnum þessa kreppu og sá fram á 1,5% lækkun. Markaðsgreiningaraðilar sögðust halda að fyrirtækinu muni að mestu leyti takast að hífa sig aftur upp og slá út þær spár sem hafa verið gerðar fyrir 2019/2020 enn sem komið er. En þó svo að það verði raunin, og Scientific Games tekur undir það, þá er mikilvægt að finna meginástæður þessarar afkastaminnkunar. 

Færri spilavélar seldar

Sala spilavéla er meginviðskiptaás Scientific Games. Fjárhættuspilun á netinu er talin vera féþúfa og drifás iðnaðargreinarinnar og það er oft auðvelt að gleyma að birgðakeðja áþreifanlegra spilavéla og leikja er fyrir hendi.

Æ fleiri spilavíti eru á höttunum eftir róttækum leiðum til að skera af almennum útgjöldum og það kemur því miður niður á birgjum spilavéla. Fækkun spilavéla í spilavítum er orðin ein útbreiddasta leiðin til að skera á háan umframkostnað. Þetta hefur haft slík áhrif að miðlunarfélagið Telsey spáir því að sala spilavéla minnki úr 16.185 vélum í aðeins 13.500 vélar það sem eftir er ársins.

Fjárflæði ætti að haldast stöðugt

Þó þetta sé raunin eru flestir greiningaraðilar sammála um að fjárflæði fyrirtækisins ætti að mestu leyti að haldast óskert. Og Scientific Games tekur undir það. Fyrirtækið sagðist vera bjartsýnt á að ná markmiði sínu, skuldsetningarhlutfalli sem muni nema 5,5, í lok ársins 2020.

Sú staðreynd að sala spilavéla muni hafa áhrif á hagnað og sölu er útséð mál. Fyrirtækið mun með öllum líkindum leita að fleiri leiðum til að auka úrval og fjölbreytileika varanna og þjónustunnar á næsta ársfjórðungi.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is