Eftir fjögurra ára samningaviðræður og áætlanagerð virðist sem umfangsmikill samruni Stars Group og Flutter Entertainment verði að veruleika. Fyrirtækin tvö tilkynntu í þessum mánuði að sameinaðir hagsmunir þeirra myndu nema sem svarar 10 milljörðum punda, sem gerir það að stærstu spilavítis- og íþróttaveðmála starfsemi sinnar tegundar í heiminum, ef tekið er mið af væntanlegum tekjum þeirra. Starfsemi þeirra sem sameinaðrar einingar verður að öllu leyti á sviði íþróttaveðmála - og fjárhættuspila á netinu.
Þegar horft er til baka má sjá að ef fjárhættuspilafyrirtækin hefðu verið sameinuð árið 2018, hefðu þau skapað 3,8 milljarða punda í tekjur. Það er meira en nokkur önnur fyrirtækjaeining í heiminum aflar í tekjur um þessar mundir. Tölurnar fyrir árið 2019 líta jafn vel út og engin ástæða er til að ætla að nýja fyrirtækinu gangi ekki eins vel þegar það hefur verið stofnað. Fyrirtækin tvö hafa yfir að ráða einhverri vinsælustu fjárhættuspilastarfsemi í heiminum. Má þar nefna Paddy Power, Sky Betting & Gaming og Betfair.
Þessi gríðarlega útbreiðsla hefur þó sínar neikvæðu hliðar. Þegar samruninn í eina einingu hefur átt sér stað verður nýja fyrirtækið opið fyrir rannsóknum ýmissa alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Þetta er vegna þess að nýir eignarhlutir þeirra koma til með að brjóta í bága við samkeppnislög í ýmsum löndum og á eftirlitsskyldum mörkuðum sem fyrirtækið starfar í. Helstu markaðir þar sem líklegt er að vandræði skapist eru í Ástralíu og í Bretlandi.
Í Bretlandi mun hin nýlega sameinaða eining eiga þrjú af sjö helstu vörumerkjunum á markaði íþróttaveðmála - og fjárhættuspila á netinu. Eftirlitsstofnanir munu líklega gera fyrirtækinu að selja einhvern hluta af starfsemi sinni til að tryggja sanngjarna samkeppni á markaði. Það sama gerist líklega í Ástralíu þar sem fyrirtækin tvö ráða nú þegar yfir stórum hluta markaðarins. Þegar þau hafa sameinast verður fyrirtækið langstærsti rekstraraðilinn.
Skynsamlegasta aðgerðin fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki er að selja hluta af rekstri þess. Það mun enn viðhalda stórri markaðshlutdeild og þeirri nýju stöðu að vera stærsti rekstraraðilinn í heiminum. Aftur á móti þarf það ekki glíma við umrót eftirlitsstofnana þeirra landa sem það starfar í.
Spurningin er: hvaða rekstur ætti nýja fyrirtækið að losa sig við? Líklega verður valið erfitt þar sem augljósasta aðgerðin út frá fjárhagslegu sjónarmiði er Paddy Power í Bretlandi. Vandamálið er að það er flaggskip Flutter Entertainment. Hvað nýja fyrirtækið gerir mun tíminn einn leiða í ljós.
Copyright © 2024 www.online-casinos.is