Home   >   Spilaviti Frettir   >   Tekjur Netent Aukast

Tekjur NetEnt frá spilavítum aukast á fyrsta ársfjórðungnum

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 28 Apr 2020 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Tekjur NetEnt aukastFyrirtækið NetEnt sem gefur út hugbúnað fyrir spilavíti tilkynnti 23,9% aukningu á tekjum sínum fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 miðað við síðasta ár, en þetta kemur í kjölfar kaupa fyrirtækisins á verðlaunaða leikjafyrirtækinu Red Tiger.

Tekjurnar jókust þrátt fyrir fækkun spilara í Svíþjóð og Noregi. Fjölgun spilavíta í Bretlandi og Bandaríkjunum leiddi til þess að tekjur fyrirtækisins jókust frá 418 milljónum SEK á fyrsta ársfjórðungi 2019 í 518 milljónir SEK þetta árið.

Fyrir reikningstímabilið sem lauk þann 31. mars 2020 var Bretland með flestu spilarana, eða 1% fleiri en Noregur, og stendur fyrir 19% af tekjum NetEnt. 43% af afgangstekjum fjárhættuspilaveitandans koma frá öðrum löndum í Evrópu, en 20% af heildartekjum fyrirtækisins koma frá löndum utan Evrópu. Frá Ítalíu koma 8% tekna, Bandaríkin standa fyrir 7% tekna og Svíþjóð aðeins 6%. Fyrirtækið hefur aðsetur i Stokkhólmi og kennir reglugerðum landsins um fækkun spilaranna.

Fyrstu kaup fyrirtækisins

Þrátt fyrir hærri tekjur tilkynnti NetEnt 5,6% tap á rekstrarhagnaði sínum fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þetta tap kom til vegna 36,4% aukningar á rekstrarútgjöldum, 10,5% aukningu á einkaútgjöldum og 56% hækkun á afskriftargjöldum. Þess að auki þurfti fyrirtækið að greiða 26 milljónir SEK vegna endurskipulagningar í kjölfar kaupanna á Red Tiger. Kaupin neyddu NetEnt til að segja 120 manns upp sem unnu hjá fyrirtækinu í Stokkhólmi þar sem þörf var á að flytja mikilvæg störf út fyrir landssteinana.

NetEnt keypti verðlaunaða fyrirtækið Red Tiger sem þróar hugbúnað fyrir spilavélar í september árið 2019 þar sem fyrstu kaupunum í sögu fyrirtækisins var ætlað að koma því inn hjá nýjum spilavítum og auka leikjaframboðið. Á fyrsta ársfjórðungnum 2020 voru leikir Red Tiger gefnir út í eftirlitsbundnum mörkuðum í Ítalíu og Slóvakíu, en einnig á stórum vettvöngum, svo sem á Sky í Bretlandi. Hvað varðar niðurskiptingu tekna NetEnt á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins komu 90% tekna frá spilavélum, en 10% frá borðleikjum. 

Heppnuð spilavél

Kaupin á Red Tiger hafa þegar leitt til útgáfu Piggy Riches Megaways, en hún er fyrsta sameiginlega spilavélin og kom út í janúar 2020. Spilavélin varð fljótt vinsæl og er nú heppnaðasta spilavélin frá Red Tiger hingað til.

Nýja spilavélin bætti upprunalegu 5x15 spilavélina frá NetEnt með snjallsnúningum, staðgenglum villitákna og daglegum vinningum frá Red Tiger og eiginleikum Megaway frá Big Time Gaming sem býður upp á fjölda leiða til að vinna í hverjum snúningi og gefa spilurum færi á að vinna meira en 10.000 meira en það sem þeir veðjuðu.

Copyright © 2025 www.online-casinos.is