Home   >   Spilaviti Frettir   >   Wazdan Gefur út Spilavélina Power Of Gods The Pantheon

Wazdan gefur út spilavélina Power of Gods: The Pantheon

Gefið út af Dagbjört Benediktsson - 09 Oct 2019 | Síðast uppfært 28 Sep 2021

Spilavélin Power of Gods: The PantheonWazdan gerir spilurum kleift að ferðast aftur í tímann til að upplifa undur Grikklands til forna í glænýju spilavélinni Power of Gods: The Pantheon. Spilavélin er í boði hjá LeoVegas Casino og gefur spilavélar spilurum færi á að vinna guðina á sitt band um leið og þeir leita að sínum skerf af fjársjóðnum.

Sérstakir eiginleikar

Spilarar kanna gríska ríkið til forna og munu sjá að keflin eru skreytt með öflugustu og áhrifamestu guðunum. Meðal þeirra má nefna ástargyðjuna Afródítu, Hades, sem var guð dauðans, sjávarguðinn Póseidon og himna- og þrumuguðinn Seif sem var æðstur guðanna. Leikurinn er búinn fimm keflum og 20 greiðslulínum og gengur út á að koma sér í mjúkinn hjá þessum guðlegu verum og nýta sér kraft þeirra.

Eldboltar Seifs kalla fram aukavillitákn í Power of Gods: The Pantheon í bónuslotunni sem er nefnd eftir honum og Afródíta hefur einnig sinn eigin bónuseiginleika. Fegurð hennar og persónutöfrar gefa spilurum skriðkefli og geta allt að sjöfaldað vinningslíkur byrjunarveðmálsins. Leikurinn er einnig búinn eiginleikanum Kraken Extra Spins, en með honum fá spilarar fleiri margfeldi í hverjum vinningi eftir því sem Póseidon kemur upp. Guð undirheimanna, Hades, byrjar eiginleikann Gamble, en með honum geta spilarar tvöfaldað vinninginn.

Fréttatilkynning Wazdan

Andrzej Hyla, sölustjóri Wazdan, tjáði sig um Power of Gods: The Pantheon og sagði að fyrirtækið væri mjög stolt af nýjasta leiknum. Hann sagði að leikurinn væri stórskemmtilegur þökk sé hágæðagrafík og nýstárlegum eiginleikum og sagði að hann efaðist ekki um að spilarar yrðu yfir sig hrifnir þegar þeir sneru keflunum. Hann bætti því við að árið 2019 hefði verið annasamt ár fyrir vídeóleikjafyrirtækið sem hann starfar fyrir og að það hefði verið ánægjulegt að gefa út marga nýja leiki, stofna til samstarfs og auka markaðsviðveru þess.

Innlit í CasinoBeats Summit 2019

Netleikjabransinn fékk að kynna sér Power of Gods: The Pantheon ásamt öðrum leikjum frá leikjafyrirtækjum á ráðstefnunni CasinoBeats Summit 2019. Þessi nýi leikur var kynntur af Wazdan meðan á ráðstefnunni stóð og þátttakendur fengu að sjá hvað leikurinn hefur upp á að bjóða. Meðal annarra leikja frá Wazdan má nefna Butterfly Lovers, Magic Stars 9 og Neon City.

Copyright © 2024 www.online-casinos.is