Nektan er mikilvægur veitandi spilavíta, bæði fyrir B2C og B2B, og hefur nú gefið út árstölurnar fyrir árið 2019. Fyrirtækið sigldi marga krappa báruna yfir árið og þrátt fyrir að hafa aukið tekjur sínar á marktækan hátt á sumum svæðum þá var fyrirtækið rekið með tapi yfir árið. Það sem gerir tapið enn erfiðara er að árstölurnar eru enn verri þegar þær eru bornar saman við 2018.
En þetta er nú ekki alslæmt þar sem fyrirtækið hefur stækkað og bætt tekjulindirnar á marktækan hátt. Nettótekjur frá leikjum hækkuðu um 13,5%, frá 19,9 milljónum Punda árið 2018 í 22,6 milljónir Punda árið 2019. B2C-deild fyrirtækisins var sú tekjuhæsta, og hækkaði um 10% miðað við tekjurnar árið 2018. B2B-deildin jókst einnig um 1 milljón Punda (308,3% meira en árið 2018).
Ástæðan fyrir þessu heildartapi er án efa rekstrarkostnaður. Árið 2018 tapaði Nektan 3,3 milljónum Punda. Þessi tala jókst um 54,6%, eða í 5,1 milljónir Punda árið 2019. Almennur stjórnsýslukostnaður fyrirtækisins jókst um 33,9% og markaðssetningarkostnaður um 1,1%. Hvað varðar stjórnsýslugeirann þá greiddi fyrirtækið mikinn pening inn á þjónustudeildina til að styðja við hana.
Það voru þó sérgreiðslur sem fóru sérlega illa með Nektan. Fyrirtækið greiddi 919.000 Pund fyrir kaup sín á Mfuse, auk 147.000 Punda sem það fjárfesti í Respin. Þetta eru stórir samningar fyrir spilavítið og það var synd að þessar upphæðir hafi verið þetta háar sama bókhaldsár, þar sem þær slógu talsvert af tekjunum.
Í stað þess að einbeita sér að erfiðu atriðunum ákvað Gary Shaw, tímabundinn aðalframkvæmdastjóri Nektan, að leggja áhersluna á það hvernig fyrirtækið hefur fjölgað tekjulindum sínum. Hann sagði einnig að 2019 hafi verið ár endurbyggingar og breytinga og að það gerist ekki nema með fjárhagslegum áskorunum.
Shaw sagði að fyrirtækið myndi einbeita sér að áframhaldandi vexti B2B-deildarinnar. Tæknin sem fyrirtækið býður upp á er einstök og mun tryggja fyrirtækinu samstarfsaðila á alþjóðavísu. Nektan einbeitir sér ekki aðeins að spilavítamarkaði Bretlands, heldur miðar að því að halda áfram að komast inn á stækkandi markaði um heim allan. Shaw sagði að endurbyggingu fyrirtækisins væri lokið og að nú væri tími til kominn að einbeita sér að vaxtaráætluninni.
Copyright © 2025 www.online-casinos.is