Home   >   Umsögn Veitandi   >   Microgaming

Hugbúnaður Microgaming

Microgaming er nafn sem flestir íslenskir fjárhættuspilarar kannast við. Fyrirtækið var stofnað árið 1994 og var til þegar byltingin með spilavítum á netinu fór af stað, auk þess að vera fyrirrennari stórs hluta þeirrar tækni sem er enn notuð. Hugbúnaður Microgaming knúði heimsins fyrsta spilavíti á netinu og í dag er fyrirtækið enn einn stærsti og þekktasti þróunaraðili fjárhættuspila á netinu.

Fyrirtækið hefur rúmlega 20 ára reynslu að baki og gefur út rúmlega 1200 hágæðaspil fyrir hundruð spilavíta um heim allan. Það býður einnig upp á hugbúnað sem er búinn nýjustu tækninni, bæði fyrir þá sem nota tölvuturna og fartæki, og hefur betri eiginleika og aukið öryggi.

Bakgrunnur vörumerkisins

Þó svo að Microgaming hafi verið til frá byrjun netvæðingarinnar, tók fyrirtækið fyrsta stóra tækniskrefið árið 2002, þegar það markaðssetti verðlaunaða hugbúnaðinn Viper. Þennan fullkomlega niðurhlaðanlega hugbúnað fyrir spilavíti á netinu var hægt að setja upp í öllum tölvuturnum og hann bauð upp á rúmlega 500 hágæðaleiki. Hugbúnaður Microgaming var einnig búinn ítarlegum eiginleikum á borð við PlayCheck og  CashCheck. Með þessum eiginleikum gátu spilarar haft betri stjórn á eyðslunni og farið yfir útkomur þeirra spila sem þeir höfðu spilað síðustu 3 mánuðina.

Skömmu eftir að Viper var gefið út, fór fyrirtækið að einbeita sér að skyndispilun. Það leið ekki á löngu þar til það fór að nota innbyggða skyndispilun sem byggði á Flash á mörgum vefsvæðum um heim allan. Fyrirtækið bauð einnig upp á fjölbreytt úrval farleikja sem hægt var að hlaða niður eða spila tafarlaust á netinu. Eftir því sem tækninni fór fram, fylgdi fyrirtækið henni eftir. Í dag eru flestir leikirnir á fjölbreyttara HTML 5-sniði, sem er fullkomlega samhæft notkun bæði tölvuturna og fartækja.

Spilunarkostir

Hugbúnaður Microgaming er þekktur fyrir sveigjanleika, stöðugleika og fjölbreytt úrval leikja. Þeir eru ekki margir, útgefendurnir, sem hafa upp á að bjóða jafn marga leiki og tegundir og Microgaming, án þess að dregið sé úr gæðunum. Fyrirtækið býður sem stendur upp á meira en 1200 leiki, þar af meira en 800 spilavélar. Leikjaúrvalið felur í sér nýjustu spilavélarnar í þrívídd, hefðbundnar ávaxtaspilavélar, spilavélar í stíl Las Vegas og að sjálfsögðu sívinsælu stórvinningsvélarnar sem hafa skapað fleiri en einn milljónamæringinn í gegnum árin. Í raun og veru býður fyrirtækið upp á stærsta úrval heims af framsæknum netkerfum, en þess vegna er það svona vinsælt.

Auk spilavéla býður Microgaming upp á allar tegundir fjárhættuspila fyrir allar tegundir spilara. Í flokki spila- og borðleikja má nefna sígilda leiki eins og sýndarútgáfu Blackjack, Rúlettu, Craps, Bakkarat, Sic Bo, Póker, Red Dog, Casino War og Pai Gow. Fyrirtækið býður einnig upp á 40 mismunandi tegundir vídeópókers, Kenó, Bíngó, skafleiki, sýndaríþróttir og rafræna leiki.

Í sínum flokki var fyrirtækið einnig eitt af þeim fáu sem bjóða upp á leiki með spilagjöf í beinni. Þá er þar að finna hefðbundin borð og fullvirkt Playboy stúdíó með spilagjöf í beinni, þar sem gjafararnir eru klæddir í Playboy kanínubúninga og spilararnir geta nýtt sér Blackjack, Rúlettu, Bakkarat og Casino Hold’em Poker í beinni, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Gæði og skemmtun

Það er lítils virði að bjóða upp á frábært úrval leikja ef gæðin og skemmtunin eru ekki ríkjandi í leikjunum. Hugbúnaði Microgaming hefur einmitt tekist þetta á öllum sviðum. Það eina sem þú þarft að gera er að prófa nokkrar sígildar spilavélar frá fyrirtækinu, svo sem Tomb Raider, Thunderstruck, Avalon II og  Immortal Romance, til að finna út hvers vegna fyrirtækið er meðal bestu leikjaþróenda heims.

Leikjaúrvalið fer sívaxandi og fjárhættuspil á netinu eru gefin út reglulega. Meðal nýju leikjanna má nefna Robin of Sherwood, Rainbow Brew, Temple of Tut, Highlander og Amazing Aztecs.

Heiðarleiki og stöðugleiki

Microgaming var meðal stofnenda prófunarstofnunarinnar eCOGRA, sem sýnir fram á skuldbindingu fyrirtækisins til að tryggja spilurum öryggi og heiðarleika. Hugbúnaður fyrir fjárhættuspil og útkoma spilanna eru undir eftirliti sjálfstæðra aðila til að tryggja fullkomna nákvæmni og stöðugleika til að gera þér kleift að spila áhyggjulaust.

Copyright © 2019 www.online-casinos.is